Frómasinn fylgdi úr foreldrahúsum: Ananasbúðingur Svanhildar Jakobs 25. nóvember 2008 09:00 "Maður vill hafa vel til alls vandað á jólunum,“ segir Svanhildur Jakobs og býr sig undir eftirréttagerðina. Fréttablaðið/GVA Söngkonan góðkunna Svanhildur Jakobsdóttir heldur í hefðirnar þegar kemur að eftirrétti á aðfangadagskvöld. Þar er ananasfrómasinn í fyrsta sæti. „Ananasbúðingur heitir þetta náttúrulega á góðri íslensku,“ segir Svanhildur um eftirréttinn sem hún ber oftast fram á jólum og hefur gert allan sinn búskap. „Það fylgdi okkur Óla úr foreldrahúsum að hafa annaðhvort ananasbúðing eða jarðarberja- á aðfangadagskvöld og skipta svo kannski yfir í hinn á gamlárskvöld,“ segir hún og bætir við hlæjandi: „Þetta er voðaleg tilbreytingarríkt hjá okkur eins og þú heyrir en maður verður að halda í hefðirnar.“ Spurð hvort henni finnist ekkert mál að meðhöndla matarlímið í búðingunum svarar Svanhildur glaðlega: „Jú, það er svolítil kúnst en gerir matreiðsluna bara enn þá skemmtilegri. Maður vill hafa vel til alls vandað á jólunum.“ Sá Óli sem Svanhildur talar um er að sjálfsögðu Ólafur Gaukur, eiginmaður hennar til margra ára. Þau eiga tvö börn sem bæði eru búsett vestanhafs en þó með heimsálfuna á milli sín. Anna Mjöll söngkona býr í Los Angeles og Andri Gaukur skurðlæknir býr í New Hampshire. Svanhildur segir þau Ólaf því hafa farið til Ameríku nokkur undanfarin ár til að halda jól með þeim og þar kveðst Svanhildur að mestu hafa verið í fríi frá matreiðslu, rétt fengið að hjálpa til við að skræla kartöflurnar. Hún hafi haft með sér hangikjöt til að gefa börnum, tengdabörnum og barnabörnum að bragða. „Samt er dálítið skrítið að finna ilm af hangikjöti í sólinni í Kaliforníu,“ viðurkennir hún. Í ár ætla Svanhildur og Ólafur að vera heima á jólum og að sjálfsögðu verða þá bæði hangikjötið og ananasbúðingurinn í besta máta viðeigandi.ANANASBÚÐINGUR fyrir 6-8 manns2 hálfdósir ananasbitar4 egg4 msk. sykur3 dl ananassafi (úr dósunum)Safi úr einni sítrónu8 blöð matarlím4 dl rjómi Sigta ananasbitana – geyma safann. Þeyta rjóma og eggjahvítur sitt í hvoru lagi og geyma. Bræða matarlímið, blanda sítrónusafanum og smá skvettu af ananassafanum út í það. Þeyta eggjarauður og sykur saman, setja ananassafann sem eftir er út í. Síðan blanda matarlíminu, með sítrónu- og ananassafanum hægt og varlega saman við eggjahræruna. Látið jafna sig smá stund í ísskáp. Þeytta rjómanum blandað hægt og rólega saman við hræruna með sleikju. Stífþeyttum eggjahvítum blandað varlega saman við. Ananasbitar settir út í. Sett í skál og skreytt með þeyttum rjóma, ananasbitum, rifnu súkkulaði, kokteilberjum eða því sem hugurinn girnist! Eftirréttir Jólamatur Uppskriftir Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Söngkonan góðkunna Svanhildur Jakobsdóttir heldur í hefðirnar þegar kemur að eftirrétti á aðfangadagskvöld. Þar er ananasfrómasinn í fyrsta sæti. „Ananasbúðingur heitir þetta náttúrulega á góðri íslensku,“ segir Svanhildur um eftirréttinn sem hún ber oftast fram á jólum og hefur gert allan sinn búskap. „Það fylgdi okkur Óla úr foreldrahúsum að hafa annaðhvort ananasbúðing eða jarðarberja- á aðfangadagskvöld og skipta svo kannski yfir í hinn á gamlárskvöld,“ segir hún og bætir við hlæjandi: „Þetta er voðaleg tilbreytingarríkt hjá okkur eins og þú heyrir en maður verður að halda í hefðirnar.“ Spurð hvort henni finnist ekkert mál að meðhöndla matarlímið í búðingunum svarar Svanhildur glaðlega: „Jú, það er svolítil kúnst en gerir matreiðsluna bara enn þá skemmtilegri. Maður vill hafa vel til alls vandað á jólunum.“ Sá Óli sem Svanhildur talar um er að sjálfsögðu Ólafur Gaukur, eiginmaður hennar til margra ára. Þau eiga tvö börn sem bæði eru búsett vestanhafs en þó með heimsálfuna á milli sín. Anna Mjöll söngkona býr í Los Angeles og Andri Gaukur skurðlæknir býr í New Hampshire. Svanhildur segir þau Ólaf því hafa farið til Ameríku nokkur undanfarin ár til að halda jól með þeim og þar kveðst Svanhildur að mestu hafa verið í fríi frá matreiðslu, rétt fengið að hjálpa til við að skræla kartöflurnar. Hún hafi haft með sér hangikjöt til að gefa börnum, tengdabörnum og barnabörnum að bragða. „Samt er dálítið skrítið að finna ilm af hangikjöti í sólinni í Kaliforníu,“ viðurkennir hún. Í ár ætla Svanhildur og Ólafur að vera heima á jólum og að sjálfsögðu verða þá bæði hangikjötið og ananasbúðingurinn í besta máta viðeigandi.ANANASBÚÐINGUR fyrir 6-8 manns2 hálfdósir ananasbitar4 egg4 msk. sykur3 dl ananassafi (úr dósunum)Safi úr einni sítrónu8 blöð matarlím4 dl rjómi Sigta ananasbitana – geyma safann. Þeyta rjóma og eggjahvítur sitt í hvoru lagi og geyma. Bræða matarlímið, blanda sítrónusafanum og smá skvettu af ananassafanum út í það. Þeyta eggjarauður og sykur saman, setja ananassafann sem eftir er út í. Síðan blanda matarlíminu, með sítrónu- og ananassafanum hægt og varlega saman við eggjahræruna. Látið jafna sig smá stund í ísskáp. Þeytta rjómanum blandað hægt og rólega saman við hræruna með sleikju. Stífþeyttum eggjahvítum blandað varlega saman við. Ananasbitar settir út í. Sett í skál og skreytt með þeyttum rjóma, ananasbitum, rifnu súkkulaði, kokteilberjum eða því sem hugurinn girnist!
Eftirréttir Jólamatur Uppskriftir Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira