Geir H. Brown Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 30. júlí 2008 06:00 Lífið er erfitt fyrir Gordon Brown, forsætisráðherra Breta. Kannanir sýna minnkandi stuðning við Verkamannaflokkinn og nafnlausir þingmenn flokksins kalla á afsögn hans sem formanns. Til að bjarga flokknum frá skelfilegri útkomu þurfi ný andlit strax í haust. Brown hefur misst traust almennings í þeim efnahagsþrengingum sem hrjá Breta, jafnt og Íslendinga. Líkt og á Íslandi hafa fasteignaviðskipti dregist saman þar sem meira aðhalds er gætt í útlánum, hægst hefur á öllum nýbyggingum og eru byggingaverktakar í vandræðum. Þá er búið að spá auknu atvinnuleysi í haust. Vandinn hljómar kunnuglega fyrir íslenska lesendur, þó hann sé ekki alveg sambærilegur, en hið sama má segja um forsætisráðherrann. Líkt og Geir H. Haarde var Brown mjög vinsæll áður en hann tók við sem formaður og forsætisráðherra. Hann var sérstaklega talinn traustur fjármálaráðherra, þrátt fyrir að vera nokkuð litlaus karakter. Eftir að hafa staðið í skugganum af hinni miklu sól sem Tony Blair var, var lengi ljóst að Brown myndi taka átakalaust við flokknum og forsætisráðherraembættinu. Blair hafði verið óhemju vinsæll í upphafi ferils síns sem formaður og forsætisráðherra, en vinsældirnar döluðu eftir því sem Blair sat lengur í stóli forsætisráðherra. Vilja margir meina að hann hafi ekki þekkt sinn vitjunartíma. Á síðasta ári hefur Brown svo komist að því að það sem einkenndi hann sem traustan fjármálaráðherra er ekki nauðsynlega það sama og einkennir góðan forsætisráðherra. Brown er gagnrýndur fyrir að vera fjarlægur kjósendum og þrátt fyrir öryggi hans í öllu sem viðkemur tölum siglir breska þjóðin inn í tímabil efnahagsþrenginga, sem Brown virðist ekki hafa nokkra stjórn á. Hann hefur því verið gagnrýndur fyrir að vera ekki nógu mikill leiðtogi til að geta leitt þjóðina í gegn um þetta erfiðleikatímabil. Gagnrýnin virðist ná vel til kjósenda, en fylgi flokksins dalar bara og dalar. Þegar flokkurinn tapar meira að segja kosningum í Glasgow, þrátt fyrir skoskan uppruna Brown, virðist fokið í flest skjól fyrir formanninn. Það er ekki eins og Brown og ríkisstjórn hans hafi setið auðum höndum, heldur hefur hann meðal annars komið bönkum og öðrum lánveitendum til bjargar í lánsfjárkrísunni, sveitarfélög hafa fengið leyfi til að kaupa óseldar íbúðir og eldsneytisskattur hefur verið frystur. Þá eru í bígerð áætlanir um að taka lán upp á hundruð milljarða til að bjarga fasteignaeigendum og fjölskyldum sem eiga í erfiðleikum vegna lánsfjárkrísunnar og hækka þar með leyfileg lánamörk ríkisins, samkvæmt reglum sem Brown setti sjálfur. Hér endar samlíkingin milli Geirs og Brown. Vandamálið fyrir Brown er að hann og samráðherrar hans leggja til lausnir, þó tímabundnar séu, til að takast á við komandi erfiðleika. En breska þjóðin er ekki að hlusta, heldur leggur frekar eyrun við hvað David Cameron, formaður Íhaldsflokksins segir. Stjórnarandstaðan hér á landi hefur hins vegar ekki vaxið á þessum tímum efnahagsþrenginga en líkt og lesa má í Markaðnum í dag er hins vegar kallað eftir því að stjórnmálamenn hafi forystu um að leggja til lausnir um hvernig hægt sé að komast aftur á fast land. Forsætisráðherra hlýtur að þurfa að taka það til sín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun
Lífið er erfitt fyrir Gordon Brown, forsætisráðherra Breta. Kannanir sýna minnkandi stuðning við Verkamannaflokkinn og nafnlausir þingmenn flokksins kalla á afsögn hans sem formanns. Til að bjarga flokknum frá skelfilegri útkomu þurfi ný andlit strax í haust. Brown hefur misst traust almennings í þeim efnahagsþrengingum sem hrjá Breta, jafnt og Íslendinga. Líkt og á Íslandi hafa fasteignaviðskipti dregist saman þar sem meira aðhalds er gætt í útlánum, hægst hefur á öllum nýbyggingum og eru byggingaverktakar í vandræðum. Þá er búið að spá auknu atvinnuleysi í haust. Vandinn hljómar kunnuglega fyrir íslenska lesendur, þó hann sé ekki alveg sambærilegur, en hið sama má segja um forsætisráðherrann. Líkt og Geir H. Haarde var Brown mjög vinsæll áður en hann tók við sem formaður og forsætisráðherra. Hann var sérstaklega talinn traustur fjármálaráðherra, þrátt fyrir að vera nokkuð litlaus karakter. Eftir að hafa staðið í skugganum af hinni miklu sól sem Tony Blair var, var lengi ljóst að Brown myndi taka átakalaust við flokknum og forsætisráðherraembættinu. Blair hafði verið óhemju vinsæll í upphafi ferils síns sem formaður og forsætisráðherra, en vinsældirnar döluðu eftir því sem Blair sat lengur í stóli forsætisráðherra. Vilja margir meina að hann hafi ekki þekkt sinn vitjunartíma. Á síðasta ári hefur Brown svo komist að því að það sem einkenndi hann sem traustan fjármálaráðherra er ekki nauðsynlega það sama og einkennir góðan forsætisráðherra. Brown er gagnrýndur fyrir að vera fjarlægur kjósendum og þrátt fyrir öryggi hans í öllu sem viðkemur tölum siglir breska þjóðin inn í tímabil efnahagsþrenginga, sem Brown virðist ekki hafa nokkra stjórn á. Hann hefur því verið gagnrýndur fyrir að vera ekki nógu mikill leiðtogi til að geta leitt þjóðina í gegn um þetta erfiðleikatímabil. Gagnrýnin virðist ná vel til kjósenda, en fylgi flokksins dalar bara og dalar. Þegar flokkurinn tapar meira að segja kosningum í Glasgow, þrátt fyrir skoskan uppruna Brown, virðist fokið í flest skjól fyrir formanninn. Það er ekki eins og Brown og ríkisstjórn hans hafi setið auðum höndum, heldur hefur hann meðal annars komið bönkum og öðrum lánveitendum til bjargar í lánsfjárkrísunni, sveitarfélög hafa fengið leyfi til að kaupa óseldar íbúðir og eldsneytisskattur hefur verið frystur. Þá eru í bígerð áætlanir um að taka lán upp á hundruð milljarða til að bjarga fasteignaeigendum og fjölskyldum sem eiga í erfiðleikum vegna lánsfjárkrísunnar og hækka þar með leyfileg lánamörk ríkisins, samkvæmt reglum sem Brown setti sjálfur. Hér endar samlíkingin milli Geirs og Brown. Vandamálið fyrir Brown er að hann og samráðherrar hans leggja til lausnir, þó tímabundnar séu, til að takast á við komandi erfiðleika. En breska þjóðin er ekki að hlusta, heldur leggur frekar eyrun við hvað David Cameron, formaður Íhaldsflokksins segir. Stjórnarandstaðan hér á landi hefur hins vegar ekki vaxið á þessum tímum efnahagsþrenginga en líkt og lesa má í Markaðnum í dag er hins vegar kallað eftir því að stjórnmálamenn hafi forystu um að leggja til lausnir um hvernig hægt sé að komast aftur á fast land. Forsætisráðherra hlýtur að þurfa að taka það til sín.