Lífið

Amy kom ekki, en hún sá og sigraði

Breska Söngkonan Amy Winehouse stal senunni á Grammy verðlaunahátíðinni sem fram fór í nótt. Hún krækti sér í fimm verðlaun, þar á meðal fyrir besta lagið auk þess sem hún var valinn besti nýliði ársins. Winehouse hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarið fyrir villta hegðun sína og fór hún fyrir stuttu síðan í meðferð til þess að vinna bug á eiturlyfjafíkn sinni.

Lagið sem skaut Amy upp á stjörnuhimininn og var verðlaunað í nótt, heitir einmitt rehab, eða meðferð. Amy komst hins vegar ekki á hátíðina þar sem Bandarísk yfirvöld neituðu henni um vegabréfsátritun.

Hún kom fram á hátíðinni í gegnum gervihnött og fluttu sigurlagið við góðar undirtektir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.