Pólitík þagnarinnar 11. febrúar 2008 11:10 Ég man ekki til þess í annan tíma að jafn mikil þögn hafi umlukið nokkurt íslenskt stjórnmálaafl og gamla góða Sjálfstæðisflokkinn nú um stundir. Þögnin er alger. Og yfirþyrmandi. Já, og altumlykjandi. En vitaskuld má greina hósta og stunur í bakherbergjunum. Eða altént má ímynda sér hvorutveggja. Pólitísku búkhljóðin eru þarna einhvers staðar ... en þeim er skipulega haldið til hlés. Heill stjórnmálaflokkur er ekki til viðtals um það sem er að gerast í stjórnmálunum. Eða er hann kannski ekki heill? Á meðan kvarnast úr ímynd Sjálfstæðisflokksins sem trausts og trúverðugs stjórnmálaflokks. Á meðan efast stór hluti þjóðarinnar um að flokkurinn hafi stjórn á sjálfum sér. Flokkurinn hefur greinilega ekki svör. Hann hefur lokað sig af inni í kústaskáp eins og lítill strákur sem veit upp á sig skömmina og bíður þess eins að reiði foreldrana líði hjá. Hættan er hins vegar sú að flokkurinn líði hjá. Spurningin er vitaskuld sú hvort oddvitinn sé þess virði ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Ég man ekki til þess í annan tíma að jafn mikil þögn hafi umlukið nokkurt íslenskt stjórnmálaafl og gamla góða Sjálfstæðisflokkinn nú um stundir. Þögnin er alger. Og yfirþyrmandi. Já, og altumlykjandi. En vitaskuld má greina hósta og stunur í bakherbergjunum. Eða altént má ímynda sér hvorutveggja. Pólitísku búkhljóðin eru þarna einhvers staðar ... en þeim er skipulega haldið til hlés. Heill stjórnmálaflokkur er ekki til viðtals um það sem er að gerast í stjórnmálunum. Eða er hann kannski ekki heill? Á meðan kvarnast úr ímynd Sjálfstæðisflokksins sem trausts og trúverðugs stjórnmálaflokks. Á meðan efast stór hluti þjóðarinnar um að flokkurinn hafi stjórn á sjálfum sér. Flokkurinn hefur greinilega ekki svör. Hann hefur lokað sig af inni í kústaskáp eins og lítill strákur sem veit upp á sig skömmina og bíður þess eins að reiði foreldrana líði hjá. Hættan er hins vegar sú að flokkurinn líði hjá. Spurningin er vitaskuld sú hvort oddvitinn sé þess virði ... -SER.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun