Sport

Súrt tap hjá íslenska liðinu

Íslenska landsliðið í badminton tapaði 3-2 fyrir Tékkum í hörkuleik á Evrópumótinu sem fram fer í Danmörku og hefur því tapað öllum þremur rimmum sínum á mótinu.

Áframhaldandi vera í A-deildinni var í húfi í leiknum en úrslitin réðust í tvíliðaleik kvenna þar sem tékknesku stúlkurnar höfðu naumlega betur gegn Rögnu Ingólfsdóttur og Tinnu Helgadóttur.

Íslenska liðið hafnaði í neðsta sæti C-riðilsins og keppir um 13.-16 sæti á mótinu við Finna, Íra og Eista. Liðið sem nær bestum árangri þessara fjögurra liða hreppir sæti í A-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×