Viðskipti innlent

Athugasemd vegna túlkunar á orðum Tryggva Þórs Herbertssonar

Tryggvi Þór Herbertsson
Fréttablaðið/SK
Tryggvi Þór Herbertsson, efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, tekur fram að orð sín hafi ekki verðið rétt túlkuð í inngangi fréttar sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. Þar segir að hann telji "lánalínur á borð við þær sem seðlabankar Norðurlandanna sömdu um við Seðlabanka Bandaríkjanna [séu] óþarfar hér." Tryggvi tekur fram að hann hafi einungis viljað útskýra hvað fælist í þessum skiptasamningum Norðurlandanna, og ítrekar að allt sem eftir honum er haft í meginmáli greinarinnar sé rétt, enda var farið yfir þau ummæli með honum áður en blaðið fór í prentun.

Tryggvi Þór sagði: "Það sem seðlabankar Norðurlandanna sömdu um við Seðlabanka Bandaríkjanna voru lausafjárlínur til að koma gjaldeyrismarkaði í þessum löndum af stað. Seðlabanki Íslands hefur hins vegar verið að leita að lánum til lengri tíma, til að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn, svo að hann geti starfað sem lánveitandi til þrautavara" og bætti við að "[a]ðalatriðið er að þetta er ekki það sem við höfum verið að sækjast eftir."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×