Viðskipti erlent

Óveður í aðsigi í breski smásöluverslun

Stuart Rose, forstjóri Marks & Spencer,.
Stuart Rose, forstjóri Marks & Spencer,. Mynd/AFP

Gengi bréfa í bresku verslanakeðjunni Marks & Spencer hrundi um rúm tuttugu prósent í bresku kauphöllinni í dag eftir sir Stuart Rose, forstjóri verslunarinnar, lýsti því yfir að óveður væri í aðsigi í breska smásölugeiranum. Muni það koma harkalega niður á afkomu verslana.

Rose segir líkur á að hátt eldsneytisverð muni valda því að breskir kúnnar muni leggja bílum sínum. Það skili sér í færri verslanaferðum. Hann telur erfiðleikana standa yfir lengi, jafnvel í allt að tvö ár.

Gengi hlutabréfa í breskum verslunum lækkaði mikið í kjölfarið, þar á meðal í Moss Bros, sem fór niður um 2,44 prósent. Gengi bréfa í versluninni, sem Baugur á tæplega 30 prósenta hlut í, hefur ekki verið lægra í sex ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×