Viðskipti innlent

Afkoma Icelandair Group framar vonum

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. Mynd/GVA

Icelandair Group skilaði hagnaði upp á 395 milljónir króna á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er 190 milljónum krónum meira en á sama tíma í fyrra. Hins vegar tapaði félagið 1,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Það er 300 milljónum meira en í fyrra.

Í uppgjöri Icelandair kemur fram að rekstrarhagnaður félagsins á öðrum ársfjórðungi hafi numið 1,9 milljörðum króna sem er sex hundruð milljónum meira en í fyrra. Hagnaðurinn á fyrstu sex mánuðum ársins nam 998 milljónum króna en var 1,2 milljarðar á sama tíma í fyrra.

Þá var heildarveltarn 29 milljarðar sem er 79 prósenta aukning frá sama tíma á síðasta ári. Sé litið til fyrstu sex mánaða ársins nam heildarvelta 43 milljörðum króna sem er 53 prósenta aukning.

Handbært fé frá rekstri nam 7,6 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs en var 3,6 milljarðar í fyrra. Þá var eiginfjárhlutfall 30 prósent í lok júní 2008 en var 37 prósent í ársbyrjun, að því er fram kemur í uppgjörinu.

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, segir afkomuna framar vonum. Viðbrögð við erfiðum ytri rekstrarskilyrðum hafa skilað árangri og sé áfram

unnið samkvæmt aðgerðaáætlun til að aðlaga reksturinn að erfiðu efnahagsástandi og háu eldsneytisverði.

Uppgjör Icelandair










Fleiri fréttir

Sjá meira


×