Bíó og sjónvarp

Vinir starfa saman

Robert De Niro fer með aðalhlutverkið í myndinni I Heard You Paint Houses í leikstjórn vinar síns Martin Scorsese.
Robert De Niro fer með aðalhlutverkið í myndinni I Heard You Paint Houses í leikstjórn vinar síns Martin Scorsese.

Martin Scorsese mun leikstýra Robert De Niro í glæpamyndinni I Heard You Paint Houses. Þetta verður fyrsta myndin sem þeir félagar gera saman síðan mafíu­myndin Casino kom út árið 1995.

Kvikmyndaáhugamenn eiga vafalítið eftir að fagna þessum tíðindum því á meðal annarra mynda þeirra eru hinar sígildu Mean Streets, Taxi Driver, Raging Bull og Goodfellas.

I Heard You Paint Houses verður byggð á bók eftir Charles Brandt, sem vingaðist við írska leigumorðingjann Frank „The Irishman" Sheeran, sem lést fyrir fjórum árum. Í bókinni játaði Sheeran á sig fjölda morða, þar á meðal að hafa komið Jimmy Hoffa fyrir kattarnef. De Niro fer með hlutverk Sheeran og mun jafnframt framleiða myndina ásamt Scorsese og Jane Rosen­thal.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×