Gáttaþefur og sálir tvær 23. október 2008 05:00 Kristbjörg Kjeld í hlutverki sínu og gervi. mynd Þjóðleikhúsið/eddi Þjóðleikhúsið frumsýnir leikritið Utan gátta eftir Sigurð Pálsson á laugardag í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur í Kassanum. Fjögur hlutverk eru í verkinu sem þau Arnar Jónsson, Kristbjörg Kjeld, Eggert Þorleifsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir fara með. Leikmynd og búninga annast Grétar Reynisson. Sigurður Pálsson er eitt þekktasta leikskáld okkar, en auk leikrita hefur hann sent frá sér þrettán ljóðabækur og þrjár skáldsögur. Hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2007 fyrir Minnisbók. Þjóðleikhúsið sýndi leikrit Sigurðar, Edith Piaf, við miklar vinsældir fyrir fáum árum. Leikrit hans hafa einnig meðal annars verið sett upp hjá Leikfélagi Reykjavíkur, sem sýndi Einhver í dyrunum, Völundarhús og Hótel Þingvelli, og Nemendaleikhúsi Leiklistarskóla Íslands, sem sýndi Tattú, Miðjarðarför, Hlaupvídd sex og Undir suðvesturhimni. Í ljóðum sínum, leikritum og prósaverkum hefur Sigurður gjarnan opnað okkur nýjar og óvæntar leiðir til að skynja veruleikann og öðlast nýja sýn, ekki síst með snjallri meðferð máls sem sviptir í nýju samhengi hulunni af merkingunni. Í Utan gátta leiðir Sigurður, með sínum einstæða húmor, áhorfendur inn í heim þar sem rótað er upp í hugmyndum okkar um tilvist mannsins og möguleika leikhússins. Í Utan gátta hefur texti Sigurðar sig á flug í meðförum afburða leikara, svo úr verður hreint „snarskemmtileg" sýning sem ögrar og kætir skilningarvitin. Hann lýsir ætlun sinni með verkinu svo í aðfararorðum að verkinu í útgáfu Þjóðleikhússins: „Tveggja radda veröld. Raddir sem ég skrifaði niður án þess að vita neitt annað en það sem þær sögðu, ekki mér, heldur hvor annarri, fastar í sinni veröld. Svo strikaði ég allt út nema það sem neitaði að láta strika sig út, heimtaði að fá að hljóma og heyrast. Ég treysti á þessar raddir, eins vitlausar og þær voru, furðulegar, framandi og kunnuglegar í senn, ættaðar af svæðinu milli draums og vöku. Óhugnanlega kunnuglegar. Ég leyfði mér að sigla út í þokuna, reyndi að standast freistingar óttans sem heimtaði þetta venjulega: Persónur, framvindu, leiksögu … réttara sagt, staðlaðar hugmyndir um persónur, leiksögu, framvindu." Villa og Milla eru tvær persónur, innilokaðar. Þær eru á valdi einhvers sem við sjáum aldrei, en stjórnar kringumstæðum þeirra. Tvær saman eins og gamalt par, bundnar hvor annarri, eins og afbrýðisamar systur, börn í sandkassa. Þær eru stöðugt að leita leiða til að komast burt en geta engu treyst og sérstaklega ekki hvor annarri. Eiginkona Sigurðar, Kristín Jóhannesdóttir, leikstýrir verkinu, Halldór Örn Óskarsson hannar lýsingu sýningarinnar og tónlist og hljóðmynd er í höndum Sigurðar Bjólu. Gervi hanna Árdís Bjarnþórsdóttir og Svanhvít Valgeirsdóttir. Þrjár forsýningar voru á verkinu í vikunni fyrir fullu húsi pbb@frettabladid.is Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þjóðleikhúsið frumsýnir leikritið Utan gátta eftir Sigurð Pálsson á laugardag í leikstjórn Kristínar Jóhannesdóttur í Kassanum. Fjögur hlutverk eru í verkinu sem þau Arnar Jónsson, Kristbjörg Kjeld, Eggert Þorleifsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir fara með. Leikmynd og búninga annast Grétar Reynisson. Sigurður Pálsson er eitt þekktasta leikskáld okkar, en auk leikrita hefur hann sent frá sér þrettán ljóðabækur og þrjár skáldsögur. Hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2007 fyrir Minnisbók. Þjóðleikhúsið sýndi leikrit Sigurðar, Edith Piaf, við miklar vinsældir fyrir fáum árum. Leikrit hans hafa einnig meðal annars verið sett upp hjá Leikfélagi Reykjavíkur, sem sýndi Einhver í dyrunum, Völundarhús og Hótel Þingvelli, og Nemendaleikhúsi Leiklistarskóla Íslands, sem sýndi Tattú, Miðjarðarför, Hlaupvídd sex og Undir suðvesturhimni. Í ljóðum sínum, leikritum og prósaverkum hefur Sigurður gjarnan opnað okkur nýjar og óvæntar leiðir til að skynja veruleikann og öðlast nýja sýn, ekki síst með snjallri meðferð máls sem sviptir í nýju samhengi hulunni af merkingunni. Í Utan gátta leiðir Sigurður, með sínum einstæða húmor, áhorfendur inn í heim þar sem rótað er upp í hugmyndum okkar um tilvist mannsins og möguleika leikhússins. Í Utan gátta hefur texti Sigurðar sig á flug í meðförum afburða leikara, svo úr verður hreint „snarskemmtileg" sýning sem ögrar og kætir skilningarvitin. Hann lýsir ætlun sinni með verkinu svo í aðfararorðum að verkinu í útgáfu Þjóðleikhússins: „Tveggja radda veröld. Raddir sem ég skrifaði niður án þess að vita neitt annað en það sem þær sögðu, ekki mér, heldur hvor annarri, fastar í sinni veröld. Svo strikaði ég allt út nema það sem neitaði að láta strika sig út, heimtaði að fá að hljóma og heyrast. Ég treysti á þessar raddir, eins vitlausar og þær voru, furðulegar, framandi og kunnuglegar í senn, ættaðar af svæðinu milli draums og vöku. Óhugnanlega kunnuglegar. Ég leyfði mér að sigla út í þokuna, reyndi að standast freistingar óttans sem heimtaði þetta venjulega: Persónur, framvindu, leiksögu … réttara sagt, staðlaðar hugmyndir um persónur, leiksögu, framvindu." Villa og Milla eru tvær persónur, innilokaðar. Þær eru á valdi einhvers sem við sjáum aldrei, en stjórnar kringumstæðum þeirra. Tvær saman eins og gamalt par, bundnar hvor annarri, eins og afbrýðisamar systur, börn í sandkassa. Þær eru stöðugt að leita leiða til að komast burt en geta engu treyst og sérstaklega ekki hvor annarri. Eiginkona Sigurðar, Kristín Jóhannesdóttir, leikstýrir verkinu, Halldór Örn Óskarsson hannar lýsingu sýningarinnar og tónlist og hljóðmynd er í höndum Sigurðar Bjólu. Gervi hanna Árdís Bjarnþórsdóttir og Svanhvít Valgeirsdóttir. Þrjár forsýningar voru á verkinu í vikunni fyrir fullu húsi pbb@frettabladid.is
Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira