Bíó og sjónvarp

Bláu mennirnir slá í gegn

Danska kvikmyndin Blå mænd [ísl. Bláu mennirnir], sem er dreift af Scanbox, fyrirtæki í eigu Sigurjóns Sighvatssonar og fjölskyldu hans, hefur heldur betur slegið í gegn í Danaveldi. Myndin var frumsýnd fyrir rétt rúmri viku og sáu um 105 þúsund manns myndina fyrstu sýningarhelgina.

Miðað við byrjunina gæti Blå mænd, sem fjallar um sölumann í blóma lífsins sem endar í vinnu á endurvinnslustöð eftir að hafa verið dæmdur til samfélagsþjónustu, orðið önnur aðsóknarmesta mynd ársins í Danmörku á eftir Flammen og Sitronen sem hefur dregið um 700 þúsund manns í kvikmyndahús á þessu ári.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.