Enn má marka viðsnúning í skrifum Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. ágúst 2008 00:01 Fagnaðarefni er ef breytist tónninn í erlendri umfjöllun um íslenskt fjármálakerfi. Þannig sagði í frétt Financial Times um helgina að uppgjör viðskiptabankanna stóru hér, Kaupþings, Landsbankans og Glitnis, hefðu slegið á ótta við að landið stæði frammi fyrir fjármálakreppu. Vissulega finndu þeir fyrir þrengingum vegna alþjóðlegs lausafjárskorts, en bæru þó ekki stóran skaða af og tekist nokkuð vel að aðlagast nýjum aðstæðum. Uppgjörin eru hins vegar kannski ekki langt frá því sem ráð var fyrir gert hér heima, þótt ekki séu þau í takt við svartsýnustu spár í útlöndum. Bankarnir halda sjó í erfiðu árferði og eiga hrós skilið fyrir það. Mikilsverðar eru þær breytingar sem bankarnir hafa gert á fjármögnun sinni með aukinni áherslu á innlán. Á afkomukynningarfundi Kaupþings fór Guðni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings, yfir þróunina þar á bæ og svaraði fyrirspurn á þann veg að vissulega kölluðu breyttar áherslur á annað vinnulag í áhættustýringu bankans. Þá eiga bankarnir einnig kost á fleiri leiðum í fjármögnun en skuldabréfaútgáfu eina, svo sem útgáfu breytanlegra skuldabréfa (sem yrðu þá að hlutafé í bönkunum, en þá leið hafa margir bandarískir bankar farið). Eins er hægt að vöndla saman húsnæðislánum þannig að þau geti fengið sjálfstætt mat alþjóðlegra matsfyrirtækja. Slíka vöndla má svo til dæmis selja seðlabönkum ríkja á ásættanlegum kjörum. Í kjölfar uppgjöra bankanna hefur svonefnt CDS-álag (skuldatryggingarálag á fimm ára skuldabréfaútgáfu bankanna) enda lækkað lítillega, þótt enn sé það með því hæsta sem verið hefur. Velta má fyrir sér ástæðum þess að það lækkar ekki hraðar en raun ber vitni. Spilar þar væntanlega inn í hversu óskilvirkur og ógagnsær hann er þessi markaður með skuldatryggingar og hvernig hann ræðst fremur af tilfinningu einstakra miðlara á erlendum fjármálamörkuðum. Tregða í lækkun skuldatryggingarálagsins kann líka að vera áminning um að varhugavert sé að hlaupa upp til handa og fóta og fagna sigri í umræðuvandaslag íslensks fjármálakerfis. Frá því að þrengja tók að á mörkuðum erlendis hefur við hvert einasta uppgjör bankanna verið talið að tölurnar gætu beint umræðu um þá inn á réttar brautir, lausar við illa grundaðar vangaveltur um veika stöðu þeirra og vandamál í fjármögnun. Raunin hefur svo jafnan orðið sú að góðu fregnirnar gleymast hratt. Þannig var það fyrr á árinu þegar íslensku bankarnir voru nýbúnir að birta ársuppgjör sín og þóttust hafa unnið nokkurn sigur í umræðunni að svissneski stórbankinn Credit Suisse þurfti að afskrifa væna summu vegna undirmálslána. Við það bættust 10 punktar ofan á skuldatryggingarálag svissneska bankans, en 30 til 40 punktar á þá íslensku, sem þó bera ekki nema óbeinan skaða af undirmálslánum í formi þrenginga á fjármálamörkuðum. Því er líklega rétt að bíða aðeins og sjá hver tónninn verður í áframhaldandi umfjöllun um íslenskt efnahagslíf. Ekki er ólíklegt að erlenda greinendur fari enn að lengja eftir fréttum af lántöku til styrktar gjaldeyrisvarasjóði landsins og þar með baklandi bankanna. Þá eru blikur á lofti hvað varðar sparisjóði landsins sem margir hverjir standa höllum fæti eftir undangengnar lækkanir á hlutabréfamarkaði. Verkefnin fram undan eru ærin þótt aðeins hafi sést til sólar í erlendri umfjöllun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Börnum fórnað fyrir bætt kjör Guðný Hrafnkelsdóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir Skoðun
Fagnaðarefni er ef breytist tónninn í erlendri umfjöllun um íslenskt fjármálakerfi. Þannig sagði í frétt Financial Times um helgina að uppgjör viðskiptabankanna stóru hér, Kaupþings, Landsbankans og Glitnis, hefðu slegið á ótta við að landið stæði frammi fyrir fjármálakreppu. Vissulega finndu þeir fyrir þrengingum vegna alþjóðlegs lausafjárskorts, en bæru þó ekki stóran skaða af og tekist nokkuð vel að aðlagast nýjum aðstæðum. Uppgjörin eru hins vegar kannski ekki langt frá því sem ráð var fyrir gert hér heima, þótt ekki séu þau í takt við svartsýnustu spár í útlöndum. Bankarnir halda sjó í erfiðu árferði og eiga hrós skilið fyrir það. Mikilsverðar eru þær breytingar sem bankarnir hafa gert á fjármögnun sinni með aukinni áherslu á innlán. Á afkomukynningarfundi Kaupþings fór Guðni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings, yfir þróunina þar á bæ og svaraði fyrirspurn á þann veg að vissulega kölluðu breyttar áherslur á annað vinnulag í áhættustýringu bankans. Þá eiga bankarnir einnig kost á fleiri leiðum í fjármögnun en skuldabréfaútgáfu eina, svo sem útgáfu breytanlegra skuldabréfa (sem yrðu þá að hlutafé í bönkunum, en þá leið hafa margir bandarískir bankar farið). Eins er hægt að vöndla saman húsnæðislánum þannig að þau geti fengið sjálfstætt mat alþjóðlegra matsfyrirtækja. Slíka vöndla má svo til dæmis selja seðlabönkum ríkja á ásættanlegum kjörum. Í kjölfar uppgjöra bankanna hefur svonefnt CDS-álag (skuldatryggingarálag á fimm ára skuldabréfaútgáfu bankanna) enda lækkað lítillega, þótt enn sé það með því hæsta sem verið hefur. Velta má fyrir sér ástæðum þess að það lækkar ekki hraðar en raun ber vitni. Spilar þar væntanlega inn í hversu óskilvirkur og ógagnsær hann er þessi markaður með skuldatryggingar og hvernig hann ræðst fremur af tilfinningu einstakra miðlara á erlendum fjármálamörkuðum. Tregða í lækkun skuldatryggingarálagsins kann líka að vera áminning um að varhugavert sé að hlaupa upp til handa og fóta og fagna sigri í umræðuvandaslag íslensks fjármálakerfis. Frá því að þrengja tók að á mörkuðum erlendis hefur við hvert einasta uppgjör bankanna verið talið að tölurnar gætu beint umræðu um þá inn á réttar brautir, lausar við illa grundaðar vangaveltur um veika stöðu þeirra og vandamál í fjármögnun. Raunin hefur svo jafnan orðið sú að góðu fregnirnar gleymast hratt. Þannig var það fyrr á árinu þegar íslensku bankarnir voru nýbúnir að birta ársuppgjör sín og þóttust hafa unnið nokkurn sigur í umræðunni að svissneski stórbankinn Credit Suisse þurfti að afskrifa væna summu vegna undirmálslána. Við það bættust 10 punktar ofan á skuldatryggingarálag svissneska bankans, en 30 til 40 punktar á þá íslensku, sem þó bera ekki nema óbeinan skaða af undirmálslánum í formi þrenginga á fjármálamörkuðum. Því er líklega rétt að bíða aðeins og sjá hver tónninn verður í áframhaldandi umfjöllun um íslenskt efnahagslíf. Ekki er ólíklegt að erlenda greinendur fari enn að lengja eftir fréttum af lántöku til styrktar gjaldeyrisvarasjóði landsins og þar með baklandi bankanna. Þá eru blikur á lofti hvað varðar sparisjóði landsins sem margir hverjir standa höllum fæti eftir undangengnar lækkanir á hlutabréfamarkaði. Verkefnin fram undan eru ærin þótt aðeins hafi sést til sólar í erlendri umfjöllun.
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun