Margir ökumenn ósáttir við Hamilton 16. október 2008 17:42 Lewis Hamilton á undir högg að sækja meðal Formúlu 1 ökumanna í dag. Þeim þykir hann hugsa of mikið um sjálfan sig á kappakstursbrautinni. mynd: kappakstur.is Fjöldi ökumanna létu það í ljós í Kína í dag að þeir eru ósáttir við akstursmáta Lewis Hamilton og það sem gerðist í Japan fyllti mælinn hjá mörgum. "Ég er ósáttur við Hamilton, þó ég hafi ekki lent í árekstri við hann. Hann hélt aftur af mér í rúma tvo hringi, þó hann væri hring á eftir og ég væri í foyrstu", sagði Jarno Trulli hjá Toyota í dag. "Þetta kostaði mig dýrmætan tíma, þannig að ég missti Nelson Piquet framúr mér. Hamilton var síðastur og hefði átt að gæta að sér og fylgjast með í speglunum." Mark Webber sagðist ætla að ræða við Charlie Whiting keppnisstjóra á fundi ökumanna á föstudagskvöld. Webber telur að Hamilton hafi skapað mikla hættu í fyrstu beygjunni í Japan. "Það varð dauðaslys á Monza brautinni árið 2000, eftir að ökumenn óku of geyst á bremsukafla brautarinnar. Þess vegna þarf að skoða þetta mál vandlega", sagðí Webber. Hamilton var refsað fyrir gáleysislegan akstur í Japan, en McLaren menn voru ekki sáttir við dóminn eftir keppnina, þó Hamilton viðurkenndi að hann hefði gert mistök. "Hamilton er stórkostlegur ökumaður, en hann hefur galla rétt eins og kosti. Hann braut á mér á Monza brautinni og fleiri ökumönnum og slapp með án refsingar. Hamilton var villtur í fyrstu beygjunni á Fuji brautinni. Það hefði getað orðið óhapp ef aðrir ökumenn hefðu ekki gætt að sér. Það þurfa allir að læra. Það gerði Tiger Woods í golfinu, það gerði líka Roger Federer í tennis. Hamilton er að ganga í gegnum það sama", sagði Webber. Ítarleg umfjölllun verður um Formúlu 1 og akstursmáta Hamilton og dóma íþróttinni í þættinum Rásmarkið kl. 20.00 í kvöld á Stöð 2 Sport. Mest lesið Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Leik lokið: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Handbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Fjöldi ökumanna létu það í ljós í Kína í dag að þeir eru ósáttir við akstursmáta Lewis Hamilton og það sem gerðist í Japan fyllti mælinn hjá mörgum. "Ég er ósáttur við Hamilton, þó ég hafi ekki lent í árekstri við hann. Hann hélt aftur af mér í rúma tvo hringi, þó hann væri hring á eftir og ég væri í foyrstu", sagði Jarno Trulli hjá Toyota í dag. "Þetta kostaði mig dýrmætan tíma, þannig að ég missti Nelson Piquet framúr mér. Hamilton var síðastur og hefði átt að gæta að sér og fylgjast með í speglunum." Mark Webber sagðist ætla að ræða við Charlie Whiting keppnisstjóra á fundi ökumanna á föstudagskvöld. Webber telur að Hamilton hafi skapað mikla hættu í fyrstu beygjunni í Japan. "Það varð dauðaslys á Monza brautinni árið 2000, eftir að ökumenn óku of geyst á bremsukafla brautarinnar. Þess vegna þarf að skoða þetta mál vandlega", sagðí Webber. Hamilton var refsað fyrir gáleysislegan akstur í Japan, en McLaren menn voru ekki sáttir við dóminn eftir keppnina, þó Hamilton viðurkenndi að hann hefði gert mistök. "Hamilton er stórkostlegur ökumaður, en hann hefur galla rétt eins og kosti. Hann braut á mér á Monza brautinni og fleiri ökumönnum og slapp með án refsingar. Hamilton var villtur í fyrstu beygjunni á Fuji brautinni. Það hefði getað orðið óhapp ef aðrir ökumenn hefðu ekki gætt að sér. Það þurfa allir að læra. Það gerði Tiger Woods í golfinu, það gerði líka Roger Federer í tennis. Hamilton er að ganga í gegnum það sama", sagði Webber. Ítarleg umfjölllun verður um Formúlu 1 og akstursmáta Hamilton og dóma íþróttinni í þættinum Rásmarkið kl. 20.00 í kvöld á Stöð 2 Sport.
Mest lesið Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Leik lokið: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Handbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira