Granatepli og fíkjur í salatið 31. janúar 2008 06:00 Marentza Poulsen lumar á ýmsum ábendingum til að gera salöt áhugaverðari fyrir bæði augu og munn. Fréttablaðið/Hörður Þeir eru eflaust margir sem hafa strengt þess heit að borða meira af grænmeti og ávöxtum á nýju ári. Salöt með mat eru vel til þess fallin að fá hollustu í mataræðið, en heilinn þreytist fljótt á tómötum og gúrkum. Marentza Poulsen er hafsjór fróðleiks um hvernig má gera salötin meira spennandi fyrir bæði augu og maga. „Allt grænt salat er gott með góðri dressingu, en svo er einnig gott að blanda ávöxtum saman við það,“ bendir hún á. Marentza notar oft og tíðum granatepli, sem sjá salatinu bæði fyrir ferskleika og eru þar að auki mikið augnayndi. „Afhýtt mangó, skorið í strimla eða teninga, og ferskar gráfíkjur í bátum er líka tilvalið í salatið, og bæði gott og fallegt,“ segir hún. Radísur í þunnum sneiðum, og fínt skorið rauðkál fer líka vel í grænt salat. „Appelsínur í teningum eru mjög góðar, og líka ferskar ferskjur í bátum. Flott salat sem ég er oft með er blanda af grænu salati, ferskjum, mozzarellaosti í sneiðum, hráskinku og basilíku,“ útskýrir Marentza. Hægt er að lífga enn frekar upp á salötin með því að strá ristuðum hnetum yfir það, eða brauðteningum sem hefur verið velt upp úr bragðbættri olíublöndu. „Mér þykir líka bæði fallegt og gott að blanda kryddjurtum, eins og kóríander og myntu, saman við salat,“ bendir Marentza á. Landsmenn ættu því að geta leyft gúrkunni að hvíla sig aðeins og róa á ný mið í salatgerðinni. -sun Matur Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp
Þeir eru eflaust margir sem hafa strengt þess heit að borða meira af grænmeti og ávöxtum á nýju ári. Salöt með mat eru vel til þess fallin að fá hollustu í mataræðið, en heilinn þreytist fljótt á tómötum og gúrkum. Marentza Poulsen er hafsjór fróðleiks um hvernig má gera salötin meira spennandi fyrir bæði augu og maga. „Allt grænt salat er gott með góðri dressingu, en svo er einnig gott að blanda ávöxtum saman við það,“ bendir hún á. Marentza notar oft og tíðum granatepli, sem sjá salatinu bæði fyrir ferskleika og eru þar að auki mikið augnayndi. „Afhýtt mangó, skorið í strimla eða teninga, og ferskar gráfíkjur í bátum er líka tilvalið í salatið, og bæði gott og fallegt,“ segir hún. Radísur í þunnum sneiðum, og fínt skorið rauðkál fer líka vel í grænt salat. „Appelsínur í teningum eru mjög góðar, og líka ferskar ferskjur í bátum. Flott salat sem ég er oft með er blanda af grænu salati, ferskjum, mozzarellaosti í sneiðum, hráskinku og basilíku,“ útskýrir Marentza. Hægt er að lífga enn frekar upp á salötin með því að strá ristuðum hnetum yfir það, eða brauðteningum sem hefur verið velt upp úr bragðbættri olíublöndu. „Mér þykir líka bæði fallegt og gott að blanda kryddjurtum, eins og kóríander og myntu, saman við salat,“ bendir Marentza á. Landsmenn ættu því að geta leyft gúrkunni að hvíla sig aðeins og róa á ný mið í salatgerðinni. -sun
Matur Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp