Fer hver að verða sér næstur? Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 4. júní 2009 06:00 BMX reiðhjóli húsbóndans var stolið úr garðinum um daginn. Þetta er þriðja hjólið í hans eigu sem einhver óprúttinn hefur á brott með sér í skjóli nætur. Eins var hjólinu mínu stolið fyrir nokkru síðan, með áföstum barnastól! Ég kenni kreppunni um. Þegar harðnar á dalnum er fólk til alls víst. Kreppan dregur fram bæði það versta og besta í fólki. Það mætti kannski flokka þetta sem sjálfsbjargarviðleitni en þegar bensíndropinn er farinn að nálgast tvö hundruð krónurnar er betra að vera á hjóli. Og auðvitað betra að þurfa ekkert að borga fyrir hjólið. Ég vona bara að rabarbarinn fái að vera í friði í garðinum, en ætli sykurskatturinn sjái ekki til þess, fólk sultar sjálfsagt minna fyrir vikið. Kreppan er að hefja sig á annað stig. Ákveðin örvænting virðist vera að grípa um sig í samfélaginu en fréttir af innbrotum og ofbeldisverkum fylla síður blaðanna. Þeir sem þekkja til segja slíkt alltaf aukast í efnahagslægðum. Fólk tekst misjafnlega á við ástandið. Einhverjir kunna þó að nýta sér það til tekna en tvær ef ekki þrjár bækur sem fjalla um hrunið hafa verið drifnar út á síðustu mánuðum. Fólk er forvitið að lesa og fá kannski einhver svör við því af hverju fór sem fór, hverjum sé um að kenna. Lára Ómarsdóttir skrifaði bók þar sem er að finna ýmis ráð til að kljúfa kreppuna, með gleðina að vopni. Það er hressandi að heyra af fólki sem lætur ekki deigan síga í atvinnuleysi heldur framkvæmir hugmyndir sínar, gefur út bækur eða hannar nýtt borðspil og opnar verslanir með notuð barnaföt. Það má fá innblástur af bjartsýni og dug þessa fólks og sjálfsagt að taka það sér til fyrirmyndar, frekar en að stela reiðhjólum. Sjálfsagt þýðir heldur ekkert að vonast til þess að ráðamenn þjóðarinnar kippi ástandinu í liðinn á næstunni. Ríkisstjórnin hefur tönnlast á því að brýnast sé að hjálpa þeim sem mest þurfa á að halda. En eftir síðasta útspil hennar, held ég að við munum öll á endanum enda í þeim hópi hvort sem er, sem þarf mest á hjálp að halda. Og hvað þá, er þá bara hver sjálfum sér næstur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
BMX reiðhjóli húsbóndans var stolið úr garðinum um daginn. Þetta er þriðja hjólið í hans eigu sem einhver óprúttinn hefur á brott með sér í skjóli nætur. Eins var hjólinu mínu stolið fyrir nokkru síðan, með áföstum barnastól! Ég kenni kreppunni um. Þegar harðnar á dalnum er fólk til alls víst. Kreppan dregur fram bæði það versta og besta í fólki. Það mætti kannski flokka þetta sem sjálfsbjargarviðleitni en þegar bensíndropinn er farinn að nálgast tvö hundruð krónurnar er betra að vera á hjóli. Og auðvitað betra að þurfa ekkert að borga fyrir hjólið. Ég vona bara að rabarbarinn fái að vera í friði í garðinum, en ætli sykurskatturinn sjái ekki til þess, fólk sultar sjálfsagt minna fyrir vikið. Kreppan er að hefja sig á annað stig. Ákveðin örvænting virðist vera að grípa um sig í samfélaginu en fréttir af innbrotum og ofbeldisverkum fylla síður blaðanna. Þeir sem þekkja til segja slíkt alltaf aukast í efnahagslægðum. Fólk tekst misjafnlega á við ástandið. Einhverjir kunna þó að nýta sér það til tekna en tvær ef ekki þrjár bækur sem fjalla um hrunið hafa verið drifnar út á síðustu mánuðum. Fólk er forvitið að lesa og fá kannski einhver svör við því af hverju fór sem fór, hverjum sé um að kenna. Lára Ómarsdóttir skrifaði bók þar sem er að finna ýmis ráð til að kljúfa kreppuna, með gleðina að vopni. Það er hressandi að heyra af fólki sem lætur ekki deigan síga í atvinnuleysi heldur framkvæmir hugmyndir sínar, gefur út bækur eða hannar nýtt borðspil og opnar verslanir með notuð barnaföt. Það má fá innblástur af bjartsýni og dug þessa fólks og sjálfsagt að taka það sér til fyrirmyndar, frekar en að stela reiðhjólum. Sjálfsagt þýðir heldur ekkert að vonast til þess að ráðamenn þjóðarinnar kippi ástandinu í liðinn á næstunni. Ríkisstjórnin hefur tönnlast á því að brýnast sé að hjálpa þeim sem mest þurfa á að halda. En eftir síðasta útspil hennar, held ég að við munum öll á endanum enda í þeim hópi hvort sem er, sem þarf mest á hjálp að halda. Og hvað þá, er þá bara hver sjálfum sér næstur?