Handbolti

Grótta stefnir á að senda kvennalið til keppni í vetur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mynd/Anton
Mynd/Anton

Handknattleiksdeild Gróttu stefnir á að senda lið til keppni í meistaraflokki kvenna á næsta vetri en sögusagnir hafa verið í gangi um að flokkurinn verði lagður niður tímabundið.

Eiríkur Elís Þorláksson, formaður handknattleiksdeildar Gróttu, segir að málin séu öll í skoðun en stefnan sé ekki að leggja hann niður þó líklegt sé að hann verði skipaður mörgum ungum og óreyndum stelpum.

Ljóst er að ef Grótta verður með á komandi vetri þá verður liðið mikið breytt. Arndís María Erlingsdóttir er á leið í Val og hefur Hlíðarendaliðið einnig áhuga á að fá Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttir. Anna er hinsvegar samningsbundin Gróttu og óvíst með hennar mál.

„Ég er bara að njóta sumarsins og reyni að hugsa sem minnst um handboltann," sagði Anna við Vísi. Hún viðurkenndi þó að Valur væri spennandi lið enda mjög sterkt lið. „Ég er samt samningsbundin Gróttu og eins og staðan er núna verð ég þar áfram ef lið verður sent til keppni."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×