Lífið

Baggalútur á Garðatorgi

Baggalútur hittir Garðbæinga í kvöld.mynd/Baggalútur
Baggalútur hittir Garðbæinga í kvöld.mynd/Baggalútur

Hin árlega Tónlistarveisla í skamm­deginu á vegum menningar- og safna­nefndar Garðabæjar verður haldin í kvöld kl. 21.00 í göngugötunni á Garðatorginu í Garðabæ.

Í tónlistarveislu ársins er það hljómsveitin Baggalútur sem treður upp á torginu. Að venju verður reynt að skapa skemmtilega kaffihúsastemningu, borðum og stólum raðað upp á torginu og gestir geta keypt sér veitingar. Tónleikarnir standa í um eina og hálfa klukkustund.

Hópur myndlistarmanna úr Garðabæ ætlar að sýna verk sín á torginu þetta kvöld og gera má ráð fyrir því að einstaka verslanir verði með opið hús.

Baggalútur er rótgróið framleiðslufyrirtæki í íslenskum menningar- og afþreyingar­geira, sem sérhæfir sig í heildarlausnum á sviði þjóðlegrar hámenningar og alþýðlegrar skemmtunar. Félagið starfrækir m.a. sívinsæla hljómsveit og þjóðþekkt vefsvæði.

Hljóðverkadeild Baggalúts hefur sent frá sér hljómskífurnar Pabbi þarf að vinna, Aparnir í Eden, Jól & blíða, Nýjasta nýtt og nú síðast Sólskinið í Dakota. Hljómsveitin sjálf, sem skipuð er mörgum valinkunnustu listamönnum þjóðarinnar, nýtur almennrar hylli, faglegrar virðingar og viðurkenningar alþjóðasamfélagsins.

Garðbæingar hafa undanfarin ár fjölmennt á torgið til að gera sér glaða kvöldstund og hlusta á skemmtilega tónlist. Það er menningar- og safnanefnd Garðabæjar sem býður til þessarar tónlistarveislu. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir á Garðatorgið. Tónleikarnir hefjast kl. 21. - pbb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.