Sælusvipur á beljunni þegar Auddi Blö sæddi hana 2. nóvember 2009 06:00 Sverrir hreinsar endaþarminn á belju í Hrútafirði áður en sæðinu er sprautað inn í leg hennar. Endaþarmurinn verður að vera alveg hreinn áður en þetta er gert. Skúli bóndi fylgist grannt með að allt sé gert á réttan hátt. Til hliðar er Auddi en beljan hreifst mjög af honum að sögn Sveppa. „Þetta er alveg á pari við kúamykjuna sem við köfuðum ofan í í Húsdýragarðinum hérna um árið,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, sjónvarpsmaður og kvikmyndastjarna. Hann fór ásamt félaga sínum, Auðuni Blöndal, á bæinn Tannstaðabakka í Hrútafirðinum og kynnti sér hvernig daglegt líf íslenskra bænda fer fram. Afraksturinn verður sýndur í þætti þeirra en hápunkturinn var eflaust þegar Auðunn og Sverrir fengu að sæða belju. „Þetta er mjög sérstakt ferli, mennirnir sem eru að vinna í þessu dags daglega eru eldsnöggir og fyrir þá er þetta náttúrlega ekkert mál.“ Sama verður ekki sagt um borgarbörnin þótt sjónvarpsmennirnir tveir hafi borið sig nokkuð vel miðað við aðstæður. Sverrir útskýrir að menn þurfi að ganga í skugga um að endaþarmur beljunnar sé alveg hreinn. „Þú ferð með hendina alveg inn og þarft að kafa nokkuð djúpt,“ segir Sverrir og bætir því við að beljan hafi sýnt Auðuni nokkurn áhuga. „Eina skiptið sem beljan sýndi sælusvip var þegar Auðunn gerði þetta. Hann kom sjálfum sér annars nokkuð á óvart því hann er nú þekktur fyrir að vera ekkert mikið fyrir ógeðslega hluti en kláraði þetta.“ Annars fannst sjónvarpsmanninum magnað að taka á móti þrettán þúsund lifandi kjúklingum sem voru fluttir í bæinn með sendiferðabíl en hreifst mest af rollunum. „Ég er mikill kindamaður, þær eru svolítið eins og mannfólkið, finna sér forystusauð og elta hann alveg út í eitt. Sjálfur myndi ég hins vegar aldrei vilja vera kind en ég skil núna af hverju Bjarni Ármanns er alltaf hangandi uppi í sveit, það er voðalega gott að komast frá amstri dagsins.“ Skúli Einarsson, staðarhaldari á Tannstaðabakka, var nokkuð sáttur við það sem hann sá til strákanna þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Þeir hafi verið reiðubúnir að prófa allt. Hann taldi þá vel geta plummað sig sem bændur. „Þeir eru svo miklir félagar og þekkja hvor annan svo vel að þetta starf ætti ekkert að flækjast fyrir þeim,“ segir Skúli. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
„Þetta er alveg á pari við kúamykjuna sem við köfuðum ofan í í Húsdýragarðinum hérna um árið,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, sjónvarpsmaður og kvikmyndastjarna. Hann fór ásamt félaga sínum, Auðuni Blöndal, á bæinn Tannstaðabakka í Hrútafirðinum og kynnti sér hvernig daglegt líf íslenskra bænda fer fram. Afraksturinn verður sýndur í þætti þeirra en hápunkturinn var eflaust þegar Auðunn og Sverrir fengu að sæða belju. „Þetta er mjög sérstakt ferli, mennirnir sem eru að vinna í þessu dags daglega eru eldsnöggir og fyrir þá er þetta náttúrlega ekkert mál.“ Sama verður ekki sagt um borgarbörnin þótt sjónvarpsmennirnir tveir hafi borið sig nokkuð vel miðað við aðstæður. Sverrir útskýrir að menn þurfi að ganga í skugga um að endaþarmur beljunnar sé alveg hreinn. „Þú ferð með hendina alveg inn og þarft að kafa nokkuð djúpt,“ segir Sverrir og bætir því við að beljan hafi sýnt Auðuni nokkurn áhuga. „Eina skiptið sem beljan sýndi sælusvip var þegar Auðunn gerði þetta. Hann kom sjálfum sér annars nokkuð á óvart því hann er nú þekktur fyrir að vera ekkert mikið fyrir ógeðslega hluti en kláraði þetta.“ Annars fannst sjónvarpsmanninum magnað að taka á móti þrettán þúsund lifandi kjúklingum sem voru fluttir í bæinn með sendiferðabíl en hreifst mest af rollunum. „Ég er mikill kindamaður, þær eru svolítið eins og mannfólkið, finna sér forystusauð og elta hann alveg út í eitt. Sjálfur myndi ég hins vegar aldrei vilja vera kind en ég skil núna af hverju Bjarni Ármanns er alltaf hangandi uppi í sveit, það er voðalega gott að komast frá amstri dagsins.“ Skúli Einarsson, staðarhaldari á Tannstaðabakka, var nokkuð sáttur við það sem hann sá til strákanna þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Þeir hafi verið reiðubúnir að prófa allt. Hann taldi þá vel geta plummað sig sem bændur. „Þeir eru svo miklir félagar og þekkja hvor annan svo vel að þetta starf ætti ekkert að flækjast fyrir þeim,“ segir Skúli. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp