Aðalfundur Íþróttafélagsins Gerplu verður í Versölum í kvöld og hefst klukkan 20.00 með venjulegum aðalfundarstörfum. Fundurinn er vegna tímabilsins 1. júní 2008 til 31. maí 2009. Vetrarstarf Gerplu er komið á fulla ferð en það hófst 24. ágúst síðastliðinn.
Dagskrá fundarins í kvöld:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.
3. Umræður um skýrslu og reikninga.
4. Lagabreytingar.
5. Kosning stjórnar og skoðunarmanna.