Lífeyrissjóði til eigenda sinna Páll Baldvin baldvinsson skrifar 20. mars 2009 06:00 Við verðum að taka lífeyrissjóðakerfið til endurskoðunar. Afkoma lífeyrissjóðanna eftir hrunið sýnir að í fjárfestingum þeirra var leitað helst til langt í fjárfestingum, ekki aðeins í fjármálastofnunum þar sem þeir eru að tapa verulegum fjármunum eigenda sinna, heldur líka með þátttöku þeirra í fjármögnun fyrirtækja. Skömmu eftir hrunið höfðu forráðamenn lífeyrissjóða stór orð um að flytja fjárfestingar sínar úti í löndum til Íslands. Með fallandi mörkuðum um allan heim má gera því skóna að þar hafi stefna þeirra líka laskast. Innanlands hafa þeir ekki sætt mikilli gagnrýni enda eru lífeyrissjóðir landsmanna illu heilli lokaðar stofnanir, hafa um langt skeið verið í höndum þröngs hóps miðaldra karlmanna, sjóðfélagar hafa ekki haft nema takmarkaðan aðgang að gerðum þeirra. Þeir eru nánast eins og ríki í ríkinu. Lífeyrissjóðirnir eru of margir, rekstrarkostnaður þeirra of hár. Laun þar hafa verið fjarri öllum sæmandi mörkum og þótt stjórnendur þeirra hafi sætt launalækkunum er það ekki nóg. Útlánastefna þeirra til lífeyrissjóðsfélaga hefur sætt málefnalegri gagnrýni en lítið hefur farið fyrir vörnum eða svörum. Það ber því allt að sama brunni: kerfið verður að skoða og stokka það upp á nýtt. Stjórnir lífeyrissjóða eru í flestum tilvikum skipaðar fulltrúum launþega, sjóðsfélaganna, og atvinnurekenda sem hafa heimtað þar sæti sitt í ljósi þess að launagreiðendur eiga samningsbundna skyldu um greiðslur fyrir launþega í sjóðina. Það er óskynsamlegt vald og lyktar af forræðishyggju atvinnurekenda fyrir hinum raunverulegu eigendum sjóðanna: Vinnandi menn - almúginn - hefur ekki vit á peningum: „Við" - atvinnurekendur - höfum fyrirhyggju og þekkingu á fjármálum. Sem hefur illilega sannast að er ekki raunin. Atvinnurekendur í landinu eru með skítinn upp á bak, hafa keyrt fyrirtækin í offjárfestingar, sogið þau eigin fé og veikt þau úr hófi. Breyta verður stjórnum lífeyrissjóðanna og færa allt vald yfir þeim í hendur eigenda. Atvinnurekendur geta slegist um sæti í skemmtiklúbbnum Verslunarráði. Hugsa verður að nýju fjárfestingarstefnu sjóðanna nú þegar fjármagnskerfinu er þrotinn kraftur og endurfjármögnun þess á að verða með skattheimtu á almenningi, fyrst kerfið má ekki fara í gjaldþrot. Hér verður sú stefna að lúta að því að byggja upp að nýju atvinnurekstur, styrkja samgöngur sem vit er í, byggja upp innviði samfélagsins. Sjóðina verður að setja undir fáa hatta, auka gegnsæi í starfsemi þeirra og lýðræði í stjórnun, endurskoða regluverkið svo þeir megi nýtast eigendum sínum best. Fjárfestingarstefna verður að vera skýr og sjóðsfélagar eiga greiðan aðgang að rökstuðningi og ákvörðunum á hverjum tíma sem nýjar stjórnir verða að útskýra á hverjum tíma fyrir opnum tjöldum. Skiptir þá engu þó þeir séu í samkeppni sem til þessa hefur verið lítil gagnvart sjóðsfélögum og raunar allt gert til að hindra flutninga réttinda milli sjóða. Í eina tíð heimtuðu menn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn. Hrunið gerir okkur skylt að taka alvarlega til endurskoðunar alla lífeyrissjóði landsmanna og koma þeim betur fyrir svo þeir geti sinnt sínu mikilvæga hlutverki í okkar fjárnauma og skuldsetta samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Við verðum að taka lífeyrissjóðakerfið til endurskoðunar. Afkoma lífeyrissjóðanna eftir hrunið sýnir að í fjárfestingum þeirra var leitað helst til langt í fjárfestingum, ekki aðeins í fjármálastofnunum þar sem þeir eru að tapa verulegum fjármunum eigenda sinna, heldur líka með þátttöku þeirra í fjármögnun fyrirtækja. Skömmu eftir hrunið höfðu forráðamenn lífeyrissjóða stór orð um að flytja fjárfestingar sínar úti í löndum til Íslands. Með fallandi mörkuðum um allan heim má gera því skóna að þar hafi stefna þeirra líka laskast. Innanlands hafa þeir ekki sætt mikilli gagnrýni enda eru lífeyrissjóðir landsmanna illu heilli lokaðar stofnanir, hafa um langt skeið verið í höndum þröngs hóps miðaldra karlmanna, sjóðfélagar hafa ekki haft nema takmarkaðan aðgang að gerðum þeirra. Þeir eru nánast eins og ríki í ríkinu. Lífeyrissjóðirnir eru of margir, rekstrarkostnaður þeirra of hár. Laun þar hafa verið fjarri öllum sæmandi mörkum og þótt stjórnendur þeirra hafi sætt launalækkunum er það ekki nóg. Útlánastefna þeirra til lífeyrissjóðsfélaga hefur sætt málefnalegri gagnrýni en lítið hefur farið fyrir vörnum eða svörum. Það ber því allt að sama brunni: kerfið verður að skoða og stokka það upp á nýtt. Stjórnir lífeyrissjóða eru í flestum tilvikum skipaðar fulltrúum launþega, sjóðsfélaganna, og atvinnurekenda sem hafa heimtað þar sæti sitt í ljósi þess að launagreiðendur eiga samningsbundna skyldu um greiðslur fyrir launþega í sjóðina. Það er óskynsamlegt vald og lyktar af forræðishyggju atvinnurekenda fyrir hinum raunverulegu eigendum sjóðanna: Vinnandi menn - almúginn - hefur ekki vit á peningum: „Við" - atvinnurekendur - höfum fyrirhyggju og þekkingu á fjármálum. Sem hefur illilega sannast að er ekki raunin. Atvinnurekendur í landinu eru með skítinn upp á bak, hafa keyrt fyrirtækin í offjárfestingar, sogið þau eigin fé og veikt þau úr hófi. Breyta verður stjórnum lífeyrissjóðanna og færa allt vald yfir þeim í hendur eigenda. Atvinnurekendur geta slegist um sæti í skemmtiklúbbnum Verslunarráði. Hugsa verður að nýju fjárfestingarstefnu sjóðanna nú þegar fjármagnskerfinu er þrotinn kraftur og endurfjármögnun þess á að verða með skattheimtu á almenningi, fyrst kerfið má ekki fara í gjaldþrot. Hér verður sú stefna að lúta að því að byggja upp að nýju atvinnurekstur, styrkja samgöngur sem vit er í, byggja upp innviði samfélagsins. Sjóðina verður að setja undir fáa hatta, auka gegnsæi í starfsemi þeirra og lýðræði í stjórnun, endurskoða regluverkið svo þeir megi nýtast eigendum sínum best. Fjárfestingarstefna verður að vera skýr og sjóðsfélagar eiga greiðan aðgang að rökstuðningi og ákvörðunum á hverjum tíma sem nýjar stjórnir verða að útskýra á hverjum tíma fyrir opnum tjöldum. Skiptir þá engu þó þeir séu í samkeppni sem til þessa hefur verið lítil gagnvart sjóðsfélögum og raunar allt gert til að hindra flutninga réttinda milli sjóða. Í eina tíð heimtuðu menn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn. Hrunið gerir okkur skylt að taka alvarlega til endurskoðunar alla lífeyrissjóði landsmanna og koma þeim betur fyrir svo þeir geti sinnt sínu mikilvæga hlutverki í okkar fjárnauma og skuldsetta samfélagi.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun