Lífið

Woods biðst afsökunar

Tiger Woods og fjölskylda eiga ekki sjö daga sæla um þessar mundir. Fjöldi kvenna hefur komið fram og vilja þær meina að Woods sé mikill glaumgosi sem hafi aldrei verið konu sinni trúr. Fyrst bárust sögur af sambandi Woods og Rachel Uchitel sem sést hér.
Tiger Woods og fjölskylda eiga ekki sjö daga sæla um þessar mundir. Fjöldi kvenna hefur komið fram og vilja þær meina að Woods sé mikill glaumgosi sem hafi aldrei verið konu sinni trúr. Fyrst bárust sögur af sambandi Woods og Rachel Uchitel sem sést hér.
Lögreglan í Flórída tilkynnti í gær að kylfingurinn Tiger Woods yrði ekki ákærður fyrir að sýna gáleysi undir stýri, en eins og kunnugt er orðið ók hann bíl sínum á brunahana og inn í garð nágranna sinna. Honum var þó gert að greiða 164 dali í sekt.

Fjölmiðlar hið vestra fylgjast þó enn grannt með málum og hefur Linda Adams, nágranni Woods, þurft að ráða lögfræðing vegna ágangs þeirra. Adams var sú sem hringdi á lögregluna nóttina sem slysið átti sér stað og því telja fjölmiðlar að hún gæti mögulega lumað á frekari upplýsingum.

Hvað Rachel Uchitel varðar birtist síðulangt viðtal við hana í New York Times þar sem hún þvertekur fyrir að hafa átt í sambandi við Woods. „Þetta er lygi.

Tiger sagðist aldrei elska mig. Stúlkurnar sem seldu söguna eru heimskar dræsur. Þetta er heimskulegt, ég hef aldrei fengið smáskilaboð frá Tiger og hef aldrei rætt við hann í síma.“ Hins vegar hefur önnur stúlka nú stigið fram og viðurkennt að hafa átt í áralöngu sambandi við kylfinginn. Stúlkan, sem starfar sem gengilbeina í Las Vegas, segist fyrst hafa hitt Tiger árið 2007 og að þau hafi síðan þá hist reglulega, síðast fyrir aðeins tveimur mánuðum. Stúlkan, Jaimee Grubbs, segist búa yfir fjölda smáskilaboða og talskilaboða frá Woods sem sanni mál hennar.

Í gær steig svo þriðja stúlkan fram og sagðist einnig hafa átt í sambandi við Woods. Kalika Maquin, framkvæmdastjóri skemmtistaðarins The Bank í Las Vegas, eyddi helgi með Woods í október síðastliðnum. Hún neitaði þó að tjá sig frekar um atvikið við fjölmiðla.

Í kjölfar þessara ásakana sendi Woods frá sér tilkynningu í gær þar sem hann sagðist sjá eftir brotum sínum. „Ég hef sært fjölskyldu mína. Ég er ekki gallalaus og langt frá því að vera fullkominn. Ég tekst nú á við hátterni mitt og mín persónulegu mistök í einrúmi ásamt fjölskyldu minni.“





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.