Linda Pé hógvær í viðtali við Times 9. maí 2009 09:00 Afneitar Miss World Linda Pétursdóttir hálfpartinn afneitar Miss World en viðurkennir að hún hafi getað notað titilinn til góðs.fréttablaðið/GVA Linda Pétursdóttir, fyrrum Ungfrú heimur og framkvæmdastjóri Baðhússins, fór á kostum í viðtali við breska stórblaðið Times í vikunni. Linda var í hópi með tíu alheimsfegurðardrottningum þar sem þær ræddu um hvernig þessi umdeildi titill hefur leikið þær og hvað hefur á daga þeirra drifið frá því að þær voru krýndar þessari nafnbót. Blaðakonan Valantine Low á heiðurinn að þessari samkundu og er Linda kynnt til sögunnar sem einstæð móðir og því bætt við að hún hafi eitt sinn verið valin frumkvöðull ársins. Valantine tekur síðan smá spjall við fegurðardrottningarnar, rifjar upp fjölbreytt lífshlaup þeirra og spyr þær út í þessa keppni. Linda heldur sig augljóslega til hlés þar til kemur að myndatökunni en þá kemur hún inn í greinina af miklum krafti. Á meðan fegurðardrottningarnar velta vöngum yfir því í hverju þær eiga að vera stendur Linda álengdar. „Mér er alveg sama, ég verð bara aftast,“ segir Linda við blaðamanninn, sem verður hálf hlessa. Að kona sem eitt sinn þótti sú fegursta í öllum heiminum skuli vera svona hæversk. „Þetta er ekki minn lífsstíll,“ bætir Linda við og lítur á nýlegri sigurvegara og veltir fyrir sér klæðnaði þeirra með augunum. Blaðamaður Times fær þá á tilfinninguna að Linda sé ekki beint aðdáandi ævintýraheimsins sem umlykur Miss World-keppnina. Og Linda neitar meira að segja að svara spurningum um hvað henni finnist um Miss World, leggur frekar til að blaðamaðurinn spyrji um efnahagsástandið á Íslandi. „Því það er mun verra en margur heldur,“ segir Linda, alveg blákalt. Hún fellst síðan á að ræða aðeins um eftirmál krúnunnar, segir bæði góða og slæma hluti hafa komið út úr því. „Á einu augabragði vissu allir allt um mig á Íslandi því við erum jú svo lítil þjóð. Mér tókst reyndar að nýta mér þennan meðbyr og stofnaði fyrirtæki,“ segir Linda.- fgg Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira
Linda Pétursdóttir, fyrrum Ungfrú heimur og framkvæmdastjóri Baðhússins, fór á kostum í viðtali við breska stórblaðið Times í vikunni. Linda var í hópi með tíu alheimsfegurðardrottningum þar sem þær ræddu um hvernig þessi umdeildi titill hefur leikið þær og hvað hefur á daga þeirra drifið frá því að þær voru krýndar þessari nafnbót. Blaðakonan Valantine Low á heiðurinn að þessari samkundu og er Linda kynnt til sögunnar sem einstæð móðir og því bætt við að hún hafi eitt sinn verið valin frumkvöðull ársins. Valantine tekur síðan smá spjall við fegurðardrottningarnar, rifjar upp fjölbreytt lífshlaup þeirra og spyr þær út í þessa keppni. Linda heldur sig augljóslega til hlés þar til kemur að myndatökunni en þá kemur hún inn í greinina af miklum krafti. Á meðan fegurðardrottningarnar velta vöngum yfir því í hverju þær eiga að vera stendur Linda álengdar. „Mér er alveg sama, ég verð bara aftast,“ segir Linda við blaðamanninn, sem verður hálf hlessa. Að kona sem eitt sinn þótti sú fegursta í öllum heiminum skuli vera svona hæversk. „Þetta er ekki minn lífsstíll,“ bætir Linda við og lítur á nýlegri sigurvegara og veltir fyrir sér klæðnaði þeirra með augunum. Blaðamaður Times fær þá á tilfinninguna að Linda sé ekki beint aðdáandi ævintýraheimsins sem umlykur Miss World-keppnina. Og Linda neitar meira að segja að svara spurningum um hvað henni finnist um Miss World, leggur frekar til að blaðamaðurinn spyrji um efnahagsástandið á Íslandi. „Því það er mun verra en margur heldur,“ segir Linda, alveg blákalt. Hún fellst síðan á að ræða aðeins um eftirmál krúnunnar, segir bæði góða og slæma hluti hafa komið út úr því. „Á einu augabragði vissu allir allt um mig á Íslandi því við erum jú svo lítil þjóð. Mér tókst reyndar að nýta mér þennan meðbyr og stofnaði fyrirtæki,“ segir Linda.- fgg
Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Bitist um miða á ball vinstri sinnaðs ábreiðubands Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi „Sorgleg þróun“ Líf og fjör í teiti 66°Norður í Kaupmannahöfn „Fann það á mér að það væri of mikil fórn“ Kanye og Censori séu við það að skilja Öðruvísi hugmyndir fyrir Valentínusardaginn Blár hvalur í kveðjugjöf „Geta tveir einstaklingar með svona ólíka lífssýn átt í hjónabandi?“ Russell Brand stefnt vegna kynferðislegrar áreitni Eyþór Wöhler hefur fundið ástina Björn Hlynur og Rakel slettu úr klaufunum Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxussvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Sjá meira