Lífið

Mistök áratugarins

Þegar allt lék í lyndi. Bítillinn fyrrverandi segir að hjónaband sitt og Mills hafi verið ein risastór mistök.
Þegar allt lék í lyndi. Bítillinn fyrrverandi segir að hjónaband sitt og Mills hafi verið ein risastór mistök.

Bítillinn fyrrverandi Paul McCartney segir að hjónaband sitt og Heather Mills hafi verið ein stærstu mistök ævi sinnar. Spurður hvort hjónabandið hafi verið mestu mistök áratugarins sagði hann: „Já. Ég held að það komist í efsta sæti.“ McCartney, sem á hina sex ára dóttur Beatrice með Mills, vildi þó ekki gagnrýna eiginkonu sína fyrrverandi í viðtali við tímaritið Q. „Ég vil ekki gera lítið úr neinum. Svona hlutir geta gerst. Ég vil horfa á jákvæðu hliðina sem er sú að ég eignaðist fallega dóttur.“

Þrátt fyrir að Mills hafi við skilnaðinn á síðasta ári fengið í sinn hlut nokkra milljarða króna segist McCartney vera ánægður með lífið og tilveruna, þar á meðal kærustu sína Nancy Shevell. Hann bætir við að hann hafi ekki í hyggju að hætta í tónlistinni þrátt fyrir að vera orðinn 67 ára gamall.

„Mér finnst þetta svo skemmtilegt. Af hverju ætti ég að leggjast í helgan stein? Sitja heima og horfa á sjónvarpið? Nei, takk. Mig langar frekar að spila á tónleikum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.