Sáningamaðurinn Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 7. september 2009 06:00 Nú fer brátt í hönd tími fræsöfnunar hjá okkur sem höfum áhuga á svoleiðis föndri. Síðustu daga hefur maður haft augun hjá sér og skimað hvernig ástand er á plöntum sem eru teknar að sölna, hvort ekki sé kominn tími á að leggjast í gripdeildir. Þannig er eldliljutíminn við það að hefjast hjá mér. Kortlagning á tilteknum görðum í nágrenni við heimilið hefur leitt í ljós að það er stutt í að safna megi hnýðum af þessum stólpagrip. Takmarkið hefur verið frá í fyrrahaust að koma í gang myndarlegu beði á saltri strönd í góðu skjóli gagnvart suðvestanáttinni undir vegg sem hitnar vel í sól. Ég stefni á nokkurra hundraða blóma beð og þeir sem þekkja eldliljuna vita að það er fimm ára plan en takist vel til með beðið dugar góð sáning í áratugi. Á hverju ári eftir að eldliljan er tekin að blómstra bætir hún við sig blómi. Svo þekki ég til garða, jafnvel í öðrum hverfum, þar sem stóð af státnum eldliljum fellur til jarðar hvert haust án þess að hnýði þeirra finni sér nýja og frjóa jörð að hvíla í kaldan vetur. Umtalað beð er vitaskuld í annarra manna garði. Rétt eins og ákafir fræsafnarar láta girðingu eða vegg sig litlu skipta í söfnun hika þeir ekki við að sá þar sem þörf er á. Svo framarlega að þeir láti ekki stjórnast af hefndarþorsta fyrir fornar misgjörðir og sái stórum skammti af njóla í garð nágrannans. Eftir söfnun er þurrkun og hugsanlega kuldameðferð. Lauma þarf fræpokanum svo lítið ber á í tómri þurri mjólkurfernu inn í ískápinn í þeirri von að óþolinmóð hönd grípi hana ekki fram og hristi - nú eða henda: mjólk komin langt fram yfir söludag! Svo er að greina hvar má koma fræjunum niður, nú eða fara í skipti. Síðan er þrautin þyngst að fá safn haustsins til að spíra og það er ekkert auðhlaupaverk. En þá er líka að koma vor og hugurinn bjartur: forvitnilegt verður að sjá hvort aðalbláberjalyngið kemur upp við hliðina á hundasúrunum sem ég er búinn að pota niður í eitt beðið og ég er viss um að meiki veturinn. Það er von og trú. Nýju eldliljuhnýðin mín munu blómgast 2012. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir Skoðun
Nú fer brátt í hönd tími fræsöfnunar hjá okkur sem höfum áhuga á svoleiðis föndri. Síðustu daga hefur maður haft augun hjá sér og skimað hvernig ástand er á plöntum sem eru teknar að sölna, hvort ekki sé kominn tími á að leggjast í gripdeildir. Þannig er eldliljutíminn við það að hefjast hjá mér. Kortlagning á tilteknum görðum í nágrenni við heimilið hefur leitt í ljós að það er stutt í að safna megi hnýðum af þessum stólpagrip. Takmarkið hefur verið frá í fyrrahaust að koma í gang myndarlegu beði á saltri strönd í góðu skjóli gagnvart suðvestanáttinni undir vegg sem hitnar vel í sól. Ég stefni á nokkurra hundraða blóma beð og þeir sem þekkja eldliljuna vita að það er fimm ára plan en takist vel til með beðið dugar góð sáning í áratugi. Á hverju ári eftir að eldliljan er tekin að blómstra bætir hún við sig blómi. Svo þekki ég til garða, jafnvel í öðrum hverfum, þar sem stóð af státnum eldliljum fellur til jarðar hvert haust án þess að hnýði þeirra finni sér nýja og frjóa jörð að hvíla í kaldan vetur. Umtalað beð er vitaskuld í annarra manna garði. Rétt eins og ákafir fræsafnarar láta girðingu eða vegg sig litlu skipta í söfnun hika þeir ekki við að sá þar sem þörf er á. Svo framarlega að þeir láti ekki stjórnast af hefndarþorsta fyrir fornar misgjörðir og sái stórum skammti af njóla í garð nágrannans. Eftir söfnun er þurrkun og hugsanlega kuldameðferð. Lauma þarf fræpokanum svo lítið ber á í tómri þurri mjólkurfernu inn í ískápinn í þeirri von að óþolinmóð hönd grípi hana ekki fram og hristi - nú eða henda: mjólk komin langt fram yfir söludag! Svo er að greina hvar má koma fræjunum niður, nú eða fara í skipti. Síðan er þrautin þyngst að fá safn haustsins til að spíra og það er ekkert auðhlaupaverk. En þá er líka að koma vor og hugurinn bjartur: forvitnilegt verður að sjá hvort aðalbláberjalyngið kemur upp við hliðina á hundasúrunum sem ég er búinn að pota niður í eitt beðið og ég er viss um að meiki veturinn. Það er von og trú. Nýju eldliljuhnýðin mín munu blómgast 2012.