Saga Film kaupir Ódáðahraun Stefáns 10. desember 2009 05:00 Saga Film hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að bók Stefáns Mána, Ódáðahraun. Samningurinn er til átján mánaða og því greinilegt að framleiðslufyrirtækið ætlar að setja nokkurn kraft í þetta verkefni. Ragnar Agnarsson mun leikstýra myndinni en Ragnar og Stefán munu að öllum líkindum einnig skrifa handritið. Þetta er þriðja bók Stefáns sem er seld á þennan hátt, ZikZak á réttinn að Skipinu og Svartur á leik ásamt Filmus. „Við skrifuðum undir í dag og erum mjög spenntir, þetta er bara fyrsta skrefið af mörgum en vonandi verða þau fleiri,“ segir Ragnar í samtali við Fréttablaðið. Ragnar segist fyrst hafa heillast af myndrænum texta Stefáns, söguþráður bókarinnar sé pottþéttur og svo séu persónurnar forvitnilegar. „Aðalpersónan, Óðinn, er alveg ferlega skemmtilegur, karakter sem ákveður níu ára gamall að verða glæpamaður, það er svolítið ný sýn. Svo dregur bókin ekkert undan í lýsingum sínum á ofbeldinu,“ segir Ragnar en ef að líkum lætur verður þetta fyrsta kvikmyndin hans í fullri lengd. „Ég hef verið að gera mikið af auglýsingum og svo er ég nýbúinn að klára eina stuttmynd og er með aðra í vinnslu.“ Stefán Máni var að vonum ánægður með samninginn og var glaður með hversu mikinn kraft Saga Film ætli að setja í myndina. „Það er samið til átján mánaða með möguleika á framlengingu en þeir eru brattir og það væri gaman ef þetta gengi allt saman eftir á þessu tempói,“ segir Stefán. Eins og áður segir eru tvær aðrar kvikmyndir á teikniborðinu hjá íslenskum framleiðslufyrirtækjum eftir bókum Stefáns og rithöfundurinn hefur varla mátt stinga niður penna án þess að kvikmyndafyrirtækin séu kominn í símann. Samlíkingin við Dan Brown, bandaríska metsölurithöfundinn er því einhvern veginn óhjákvæmileg en hann virðist vera í svipuðum sporum. „Ég er miklu gæfulegri en hann, ég er svona Dan Brown með sál,“ segir Stefán og hlær. Og höfundurinn er alveg með það á hreinu hver ætti að leika aðalhlutverkið í myndinni. „Draumurinn er að fá Ólaf Darra. hann er valkostur númer eitt enda myndi hann rúlla þessu upp.“ -freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
Saga Film hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn að bók Stefáns Mána, Ódáðahraun. Samningurinn er til átján mánaða og því greinilegt að framleiðslufyrirtækið ætlar að setja nokkurn kraft í þetta verkefni. Ragnar Agnarsson mun leikstýra myndinni en Ragnar og Stefán munu að öllum líkindum einnig skrifa handritið. Þetta er þriðja bók Stefáns sem er seld á þennan hátt, ZikZak á réttinn að Skipinu og Svartur á leik ásamt Filmus. „Við skrifuðum undir í dag og erum mjög spenntir, þetta er bara fyrsta skrefið af mörgum en vonandi verða þau fleiri,“ segir Ragnar í samtali við Fréttablaðið. Ragnar segist fyrst hafa heillast af myndrænum texta Stefáns, söguþráður bókarinnar sé pottþéttur og svo séu persónurnar forvitnilegar. „Aðalpersónan, Óðinn, er alveg ferlega skemmtilegur, karakter sem ákveður níu ára gamall að verða glæpamaður, það er svolítið ný sýn. Svo dregur bókin ekkert undan í lýsingum sínum á ofbeldinu,“ segir Ragnar en ef að líkum lætur verður þetta fyrsta kvikmyndin hans í fullri lengd. „Ég hef verið að gera mikið af auglýsingum og svo er ég nýbúinn að klára eina stuttmynd og er með aðra í vinnslu.“ Stefán Máni var að vonum ánægður með samninginn og var glaður með hversu mikinn kraft Saga Film ætli að setja í myndina. „Það er samið til átján mánaða með möguleika á framlengingu en þeir eru brattir og það væri gaman ef þetta gengi allt saman eftir á þessu tempói,“ segir Stefán. Eins og áður segir eru tvær aðrar kvikmyndir á teikniborðinu hjá íslenskum framleiðslufyrirtækjum eftir bókum Stefáns og rithöfundurinn hefur varla mátt stinga niður penna án þess að kvikmyndafyrirtækin séu kominn í símann. Samlíkingin við Dan Brown, bandaríska metsölurithöfundinn er því einhvern veginn óhjákvæmileg en hann virðist vera í svipuðum sporum. „Ég er miklu gæfulegri en hann, ég er svona Dan Brown með sál,“ segir Stefán og hlær. Og höfundurinn er alveg með það á hreinu hver ætti að leika aðalhlutverkið í myndinni. „Draumurinn er að fá Ólaf Darra. hann er valkostur númer eitt enda myndi hann rúlla þessu upp.“ -freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“