Lífið

Torrini í Ástralíu um áramótin

EmilÍana Torrini eyðir áramótunum í Ástralíu.
EmilÍana Torrini eyðir áramótunum í Ástralíu.

Það er hægt að segja að Emilíana Torrini sé nú funheit báðum megin á jarðarkringlunni. Búið er að bæta við þriðju tónleikum hennar í Háskólabíói 21. febrúar en hratt seldist upp á tónleikana hinn 19. og hinn 20. Síðast þegar spurðist voru enn nokkrir miðar eftir á síðustu tónleikana.

Emilíana hefur verið á miklu tónleikaferðalagi og heldur því áfram fram eftir næsta ári. Hún mun eyða áramótunum í Ástralíu þar sem hún er mjög vinsæl. Hún spilar á Falls-hátíðinni dagana 30. og 31. desember, en hún er haldin á tveimur stöðum, í Lorne og Marion Bay. Bæði alþjóðlegar stjörnur eins og Yeah Yeah Yeahs og Moby, og heimamenn eins og Wolfmother og Hilltop Hoods, koma fram með Emilíönu á þessari hátíð.

Svo heldur ferðalag Emilíönu áfram 2. janúar með tónleikum í Melbourne. Þá taka við gigg í Sydney, Brisbane og Busselton. Frá Ástralíu er stefnan tekin á Japan og svo taka við tónlistarhátíðir í Dortmund og Prag í janúar svo eitthvað sé nefnt. Emilíana og hennar fólk verður því gjörslípað þegar það kemur hingað og getur líklega spilað prógrammið sofandi standandi á haus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.