Lífið

Bætir hag stúdenta í Evrópu

Sölvi Karlsson var kjörinn annar fulltrúi Student Union Development Committee.fréttablaðið/anton
Sölvi Karlsson var kjörinn annar fulltrúi Student Union Development Committee.fréttablaðið/anton

Sölvi Kárason, nemandi við Háskóla Íslands, hefur verið kjörinn annar fulltrúi Student Union Development Committee, nefndar sem vinnur að því að hlúa að og byggja upp stúdentafélög í löndum innan Evrópu. Nefndin hefur meðal annars verið að aðstoða stúdentafélög í Úkraínu og Bosníu við að bæta hag stúdenta þar.

Sölvi hefur verið viðloðandi stúdentapólitík síðastliðin tvö ár og er félagsmaður í Röskvu, samtökum félagshyggjufólks við Háskóla Íslands. Auk þess að sinna stúdentapólitíkinni stundar hann meistaranám í þróunarfræði við háskólann.

„Ástæðan fyrir því að ég gekk upphaflega til liðs við Röskvu var sú að mig langaði að hjálpa til í baráttunni fyrir bættum hag stúdenta. Þótt við höfum það mjög gott á Íslandi miðað við víða annars staðar þá er alltaf eitthvað sem mætti bæta,“ útskýrir Sölvi. Hann segir þó stefnuna ekki tekna á landspólitíkina að námi loknu.

„Ég veit ekki hvað mig langar að verða þegar ég er orðinn stór en ég sé ekki fyrir mér að fara í áframhaldandi pólitík. Stúdentapólitík er hagsmunabarátta sem mér finnst eiga lítið skylt við landspólitík.“

Heilmikil vinna fylgir því að sitja í stjórn SUDC og tekur Sölvi sæti í nefndinni í janúar og mun sinna því starfi næsta árið. Inntur eftir því hvort hann telji nefndarstarfið mikilvægt starf svarar Sölvi því játandi.

„Þetta er tvímælalaust mikilvægt starf. Öll stúdentapólitík á að ganga út á það að efla rödd stúdenta og nefndarstarfið hjálpar stúdentum að öðlast þessar rödd.“ - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.