Lífið

50 vill dúett með Boyle

Rapparinn 50 Cent vill ólmur gera dúett með Susan Boyle og bjóða henni út á lífið.
Rapparinn 50 Cent vill ólmur gera dúett með Susan Boyle og bjóða henni út á lífið.

Rapparinn 50 Cent hefur lýst því yfir að hann vilji syngja dúett með Britain‘s Got Talent-stjörnunni Susan Boyle. Samvinna rapparans og Boyle myndi eflaust teljast frekar ólíkleg, en eins og fram hefur komið hefur Boyle slegið sölumet með fyrstu breiðskífu sinni I Dreamed a Dream.

Í viðtali við fjölmiðla vestanhafs segist 50 Cent ólmur vilja samstarf. „Susan Boyle er heit akkúrat núna. Ég þarf að fá hana til að taka upp lag með mér, við myndum gera hittara. Það eru allir að tala um hana og hún er með magnaða rödd. Saman myndum við fá fólk til að dansa. Ég er alltaf að leitast eftir að gera eitthvað nýtt og hún er svöl,“ útskýrir rapparinn og segist einnig vilja bjóða Boyle út á lífið.

„Ég myndi elska að bjóða henni á næturklúbba og gefa henni innsýn í minn heim. Hún myndi skemmta sér konunglega,“ segir 50 Cent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.