Viðskipti innlent

Bjarni krefst samtals 210 milljóna úr þrotabúi Glitnis

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni Ármannsson krefst 210 milljóna úr þrotabúi Glitnis. Mynd/ Hörður.
Bjarni Ármannsson krefst 210 milljóna úr þrotabúi Glitnis. Mynd/ Hörður.
Bjarni Ármannsson krefst samtals 210 milljóna króna úr þrotabúi Glitnis banka, samkvæmt kröfuhafalista bankans sem fréttastofa hefur undir höndum. Kröfuna gerir Bjarni í gegnum tvö félög sín, 130 milljónir í gegnum Sjávarsýn ehf. og 80 milljónir í gegnum Landsýn ehf. Kröfurnar eru tilkomnar vegna skuldabréfa.


Tengdar fréttir

Birna gerir 12,5 milljóna kröfu í þrotabú Glitnis

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, er ein af fjölmörgum fyrrverandi starfsmönnum Glitnis sem gerir kröfu í þrotabú bankans. Samkvæmt kröfuhafalista Glitnis sem fréttastofa hefur undir höndum nema kröfur Birnu rétt tæpum 12,5 milljónum króna.

Landsbankinn með hæstu kröfurnar í Glitni

Landsbankinn gerir hæstu kröfurnar í Glitni af innlendum aðilum eða samtals tæplega 140 milljarða kr. Hinsvegar á Glitnir í Lúixemborg stærstu einstöku kröfuna en hún hljóðar upp á 126,4 milljarða kr.

Félag í eigu Bjarna krefst 130 milljóna úr búi Glitnis

Sjávarsýn ehf., félag í eigu Bjarna Ármannssonar, gerir 129,5 milljóna króna kröfu í þrotabú Glitnis. Þetta kemur fram í kröfuskrá bankans sem birt var kröfuhöfum í nótt. Krafan fellur undir almennar kröfur. Bjarni var bankastjóri Glitnis til ársins 2007.

Tæplega 8.700 kröfum lýst í þrotabú Glitnis

Allir sem sátu í framkvæmdastjórn Glitnis, fram að gjaldþroti bankans fyrir rúmu ári, gera kröfur í þrotabú hans en tæplega 8.700 kröfum var lýst í búið, samkvæmt tilkynningu frá Slitastjórn Glitnis í gærkvöldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×