Gefur út bók og heldur tvær ljósmyndasýningar 10. desember 2009 04:30 Fiann Paul ljósmyndari, 29 ára, er arkitekt og leikskólakennari að mennt, en hann hefur einnig kennt bardagalist og leikið í kvikmyndum. Hann gefur nú út sína fyrstu bók, Goðsögnina, og heldur tvær ljósmyndasýningar. Fréttablaðið/Anton Ljósmyndarinn Fiann Paul er pólskur að uppruna, en hefur starfað úti um allan heim. Hann er án efa þekktastur hér á landi fyrir portrettmyndir sínar af börnum sem voru á horni Lækjargötu og Austurstrætis fyrr á árinu, en fyrsta bók hans, Goðsögnin, er nýútkomin og á fimmtudag opnuðu tvær sýningar á ljósmyndum hans í Ráðhúsi Reykjavíkur og Norræna húsinu. „Ég á alltaf í erfiðleikum með að segja hvaðan ég er, en ég kenni mig aðallega við Norður-Atlantshafið, Ísland og Grænland,“ segir Fiann Paul. Fiann, sem er 29 ára gamall, er menntaður arkitekt og leikskólakennari, en sneri sér að leiklist og ljósmyndun eftir dvöl sína í Himalajafjöllunum þar sem hann kenndi meðal annars bardagalist. „Ég starfaði fyrir lögregluna á stað sem kallast Litla-Tíbet og kenndi bardagalist. Áður en ég fór þangað keypti ég mína fyrstu filmumyndavél og það var byrjunin á ljósmyndaferlinum,“ útskýrir hann og segist meðal annars hafa fengið innblástur frá því fólki sem þangað kom í trúarlegum tilgangi. Fiann eyddi alls þremur árum í Himalajafjöllunum, en áður starfaði hann meðal annars með börnum í Mexíkó og Afríku með hjálparsamtökunum Chiparamba. Hann er án efa þekktastur hér á landi fyrir portrettmyndir sínar af börnum sem voru á horni Lækjargötu og Austurstrætis fyrr á þessu ári, en fyrsta bók hans, Goðsögnin, er nýútkomin og í vikunni opnuðu tvær sýningar á ljósmyndum hans í Ráðhúsi Reykjavíkur og Norræna húsinu með myndum úr bókinni og frá Grænlandi. „Ég sé sjálfur um alla stíliseringu og sit stundum sjálfur fyrir sem karakter á myndunum mínum,“ segir Fiann, en í bókinni sameinast ævintýralegar ljósmyndir úr íslensku landslagi og þroskasaga sem vísar bæði inn á við og aftur í norræna goðafræði. „Bókin er í ævintýrastíl og myndirnar eru ef til vill áhrifameiri en textinn, en sagan fjallar um manneskju sem reynir að ná settum markmiðum og láta drauma sína rætast,“ útskýrir hann. Bókin kemur einnig út á ensku undir nafninu Legend, en íslensk þýðing er í höndum Þorgríms Þráinssonar. Meðfram ljósmynduninni hefur Fiann einnig reynt fyrir sér í kvikmyndaleik. „Ég lék í mynd í Los Angeles sem er nokkurs konar hryllingsmynd og heitir The Beginning of the End. Hún er ekki komin út ennþá svo ég get ekki sagt hvort ég sé stoltur af henni, en ég leik einnig í víkingamynd sem verður tekin upp á landamærum Póllands og Þýskalands á næsta ári og ég er mjög spenntur fyrir henni. Sjálfan langar mig að færa mig út í kvikmyndagerð og einbeita mér að fantasíumyndum sem yrðu teknar upp á Íslandi og Grænlandi,“ segir Fiann, en áhugasömum er bent á heimasíðu hans fiannpaul.com. alma@frettabladid.is Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Ljósmyndarinn Fiann Paul er pólskur að uppruna, en hefur starfað úti um allan heim. Hann er án efa þekktastur hér á landi fyrir portrettmyndir sínar af börnum sem voru á horni Lækjargötu og Austurstrætis fyrr á árinu, en fyrsta bók hans, Goðsögnin, er nýútkomin og á fimmtudag opnuðu tvær sýningar á ljósmyndum hans í Ráðhúsi Reykjavíkur og Norræna húsinu. „Ég á alltaf í erfiðleikum með að segja hvaðan ég er, en ég kenni mig aðallega við Norður-Atlantshafið, Ísland og Grænland,“ segir Fiann Paul. Fiann, sem er 29 ára gamall, er menntaður arkitekt og leikskólakennari, en sneri sér að leiklist og ljósmyndun eftir dvöl sína í Himalajafjöllunum þar sem hann kenndi meðal annars bardagalist. „Ég starfaði fyrir lögregluna á stað sem kallast Litla-Tíbet og kenndi bardagalist. Áður en ég fór þangað keypti ég mína fyrstu filmumyndavél og það var byrjunin á ljósmyndaferlinum,“ útskýrir hann og segist meðal annars hafa fengið innblástur frá því fólki sem þangað kom í trúarlegum tilgangi. Fiann eyddi alls þremur árum í Himalajafjöllunum, en áður starfaði hann meðal annars með börnum í Mexíkó og Afríku með hjálparsamtökunum Chiparamba. Hann er án efa þekktastur hér á landi fyrir portrettmyndir sínar af börnum sem voru á horni Lækjargötu og Austurstrætis fyrr á þessu ári, en fyrsta bók hans, Goðsögnin, er nýútkomin og í vikunni opnuðu tvær sýningar á ljósmyndum hans í Ráðhúsi Reykjavíkur og Norræna húsinu með myndum úr bókinni og frá Grænlandi. „Ég sé sjálfur um alla stíliseringu og sit stundum sjálfur fyrir sem karakter á myndunum mínum,“ segir Fiann, en í bókinni sameinast ævintýralegar ljósmyndir úr íslensku landslagi og þroskasaga sem vísar bæði inn á við og aftur í norræna goðafræði. „Bókin er í ævintýrastíl og myndirnar eru ef til vill áhrifameiri en textinn, en sagan fjallar um manneskju sem reynir að ná settum markmiðum og láta drauma sína rætast,“ útskýrir hann. Bókin kemur einnig út á ensku undir nafninu Legend, en íslensk þýðing er í höndum Þorgríms Þráinssonar. Meðfram ljósmynduninni hefur Fiann einnig reynt fyrir sér í kvikmyndaleik. „Ég lék í mynd í Los Angeles sem er nokkurs konar hryllingsmynd og heitir The Beginning of the End. Hún er ekki komin út ennþá svo ég get ekki sagt hvort ég sé stoltur af henni, en ég leik einnig í víkingamynd sem verður tekin upp á landamærum Póllands og Þýskalands á næsta ári og ég er mjög spenntur fyrir henni. Sjálfan langar mig að færa mig út í kvikmyndagerð og einbeita mér að fantasíumyndum sem yrðu teknar upp á Íslandi og Grænlandi,“ segir Fiann, en áhugasömum er bent á heimasíðu hans fiannpaul.com. alma@frettabladid.is
Mest lesið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira