Handbolti

N1-deild kvenna: Sigrar hjá toppliðunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ramune Pekarskyte og félagar í Haukum tróna á toppnum.
Ramune Pekarskyte og félagar í Haukum tróna á toppnum. Mynd/Anton

Toppliðin Haukar og Stjarnan unnu bæði leiki sína í N1-deild kvenna í dag. Haukastúlkur halda þar með tveggja stiga forskoti á toppi deildarinnar.

Haukar lögðu Fram í Safamýri, 24-30. Framliðið ekki staðið undir væntingum í vetur og tapið í dag enn ein vonbrigðin hjá stúlkum Einars Jónssonar.

Stjarnan vann öruggan sigur á FH, 24-33, þar sem Harpa Sif Eyjólfsdóttir fór mikinn og skoraði átta mörk. Alina Petrache bætti sex mörkum í sarpinn. Hafdís Inga Hinriksdóttir var atkvæðamest í FH-liðinu með sjö mörk.

Valur rúllaði svo yfir Fylki, 36-23. Hrafnhildur Skúladóttir fór mikinn í liði Vals og skoraði níu mörk. Sunna María Einarsdóttir var atkvæðamest í liði Fylkis með fimm mörk.

HK vann öruggan sigur á Gróttu, 33-18. Jóna Sigríður Halldórsdóttir fór hamförum í liði HK og skoraði ellefu mörk. Karólína Gunnarsdóttir var best í liði Gróttu og skoraði sex mörk.

Staðan í N1-deildunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×