Körfubolti

Rekinn frá tveimur íslenskum liðum á tveimur mánuðum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Amani Bin Daanish spilar væntanlega ekki fleiri leiki hér á landi.
Amani Bin Daanish spilar væntanlega ekki fleiri leiki hér á landi. Mynd/Valli
Amani Bin Daanish, bandaríski framherjinn hjá Tindastól, lék sinn síðasta leik með Stólunum á tímabilinu þegar Tindastóll vann 90-75 sigur á Fjölni í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Daanish var látinn fara frá Grindavík í október.

„Leikurinn í kvöld er kveðjuleikur Amani Bin Daanish en Tindastóll hefur ákveðið að segja samningnum við hann upp og kalla til leiks annan leikmann eftir áramótin," sagði í frétt á heimasíðu Tindastóls í kvöld.

Amani Bin Daanish var með 19 stig og 9 fráköst á 35 mínútum í síðasta leiknum sínum en hann var með 17,9 stig, 9,4 fráköst og 3,3 stoðsendingar að meðaltali í 8 leikjum með Stólunum.

Amani Bin Daanish var látinn fara frá Grindavík eftir 3 leiki en hann var með 17,3 stig, 8,7 fráköst og 1,7 stoðsendingu að meðaltali í þessum þremur leikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×