Býður UNICEF að nota lagið sitt 17. desember 2009 06:00 matthías ægisson Yngsti bróðir Gylfa Ægissonar hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu. fréttablaðið/gva Matthías Ægisson, yngsti bróðir Gylfa Ægissonar, hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu, Vegferð. Á plötunni eru tíu lög af fjölbreyttum toga sem voru samin á 33 ára tímabili. „Ég hef ætlað mér að gefa þetta út í langan tíma. Dóttir mín var búin að suða í mér að gera eithvað með þetta,“ segir Matthías. Hann vonast til að koma einu laganna, When We Cross That Border sem trúbadorinn Halli Reynis syngur, á framfæri hjá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur þegar komið eintaki af plötunni á Jóhönnu Vilhjálmsdóttur sem situr í stjórn UNICEF á Íslandi. „Mig langar að koma laginu á framfæri erlendis í samstarfi við þau á Íslandi,“ segir hann. Lagið ætti að eiga vel við starfsemi UNICEF enda fjallar það um börn sem þurfa að glíma við hungursneyð. Síðasta lag plötunnar, Mamma mín, samdi Matthías til móður sinnar fyrir 33 árum þegar hann var sextán ára. Hún fékk að heyra það fyrst síðastliðinn föstudag á sjúkrahúsi á Siglufirði þar sem hún hefur dvalið eftir að húsið hennar brann til kaldra kola í byrjun ársins. „Hún var mjög ánægð en hún var búin að vita af þessu lagi lengi. Ég hef bara aldrei gert neitt í því að koma því frá mér.“ Matthías hefur mest spilað fyrir sjálfan sig í gegnum árin og gert lítið af því að halda tónleika. Hann hefur eitthvað spilað í jarðarförum með Páli Rósinkrans og vill hann einmitt kynna fyrsta lag plötunnar, Minn er hugur hljóður, fyrir fleirum sem syngja í jarðarförum. Hægt er að panta plötuna eða hlusta á tóndæmi af henni á síðunni Mae-media.net. -fb Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Matthías Ægisson, yngsti bróðir Gylfa Ægissonar, hefur gefið út sína fyrstu sólóplötu, Vegferð. Á plötunni eru tíu lög af fjölbreyttum toga sem voru samin á 33 ára tímabili. „Ég hef ætlað mér að gefa þetta út í langan tíma. Dóttir mín var búin að suða í mér að gera eithvað með þetta,“ segir Matthías. Hann vonast til að koma einu laganna, When We Cross That Border sem trúbadorinn Halli Reynis syngur, á framfæri hjá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur þegar komið eintaki af plötunni á Jóhönnu Vilhjálmsdóttur sem situr í stjórn UNICEF á Íslandi. „Mig langar að koma laginu á framfæri erlendis í samstarfi við þau á Íslandi,“ segir hann. Lagið ætti að eiga vel við starfsemi UNICEF enda fjallar það um börn sem þurfa að glíma við hungursneyð. Síðasta lag plötunnar, Mamma mín, samdi Matthías til móður sinnar fyrir 33 árum þegar hann var sextán ára. Hún fékk að heyra það fyrst síðastliðinn föstudag á sjúkrahúsi á Siglufirði þar sem hún hefur dvalið eftir að húsið hennar brann til kaldra kola í byrjun ársins. „Hún var mjög ánægð en hún var búin að vita af þessu lagi lengi. Ég hef bara aldrei gert neitt í því að koma því frá mér.“ Matthías hefur mest spilað fyrir sjálfan sig í gegnum árin og gert lítið af því að halda tónleika. Hann hefur eitthvað spilað í jarðarförum með Páli Rósinkrans og vill hann einmitt kynna fyrsta lag plötunnar, Minn er hugur hljóður, fyrir fleirum sem syngja í jarðarförum. Hægt er að panta plötuna eða hlusta á tóndæmi af henni á síðunni Mae-media.net. -fb
Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“