Heimsókn í safnið Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 14. apríl 2009 06:00 Lokið augunum og ímyndið ykkur að þið séuð stödd í stórum rökkvuðum sal. Þið eruð rétt búin að ganga framhjá miðasöludömunni sem gaf ykkur frítt inn og standið nú í þessu stóra rými og horfið í kringum ykkur. Þarna er margt að sjá og andrúmsloftið vekur blendnar tilfinningar; eftirsjá, bræði og vanþóknun.Við erum stödd á opnun Gróðærissafns ríkisins. Þeir standa þarna í röð, útrásarvíkingarnir og stjórnmálamennirnir, og taka brosandi á móti okkur í nýstraujuðum jakkafötum. Auðvitað búnir til úr vaxi en svo raunverulegir að liggur við að hægt sé að telja svitaholurnar á efri vör Björgólfs Thors og einhver hefur fengið útrás fyrir reiði sína og sparkað af alefli í vaxfótlegg Bjarna Ármannssonar, sem hefur nú verið færður til hliðar og er merktur "í viðgerð".Ljóst er að leikmyndahönnuðir ríkisins hafa skilað góðu verki í sinni atvinnubótavinnu. Þarna er öllu stillt upp á sannfærandi hátt; blaðaúrklippur og ljósmyndir þekja veggina ásamt teikningum af framandlegum sumarbústöðum ríka fólksins sem aldrei voru kláraðir. Á risaflatskjá rúllar gamall Innlit/útlit þáttur þar sem Ásgeir Kolbeins sýnir íbúðina sem hann keypti meðan veislan stóð sem hæst og var víst óíbúðarhæf sökum "viðbjóðslega hallærislegra innréttinga".Þetta er nútímalegt safn sem tekur mið af kröfum samtímans um gagnvirkni og upplifun. Það er hægt að prófa að setjast í mjúk leðursæti í gljáfægðri einkaþotu og vopnaðir öryggisverðir leyfa gestum að handfjatla nokkrar milljónir í seðlum og þreifa þannig á ríkidæminu sem við fórum flest á mis við. Þrátt fyrir allt raus um að allir hafi tekið þátt í vitleysunni verður þessi veruleiki álíka framandi fyrir meðaljóninn og baðstofulífið sem við kynnumst á Þjóðminjasafninu.Vitaskuld er svolítið snemmt að opna þetta safn strax. Það liðu til dæmis áratugir frá því að síldarævintýrinu lauk og þar til Síldarminjasafnið á Siglufirði varð að veruleika. Nú höfum við hins vegar áttað okkur á gildi slíkra safna og ættum að kappkosta að koma Gróðærissafninu á fót fyrir sumarið. Líkt og Síldarminjasafnið verður það minnisvarði um ákveðinn tíðaranda sem þó er ekki baðaður dýrðarljóma síldarævintýrisins. Nei, Gróðærissafnið á meira sameiginlegt með Galdrasafninu á Ströndum eða Vesturfarasetrinu á Hofsósi - minnisvarði um tímabil í sögu þjóðarinnar sem við vildum helst gleyma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Lokið augunum og ímyndið ykkur að þið séuð stödd í stórum rökkvuðum sal. Þið eruð rétt búin að ganga framhjá miðasöludömunni sem gaf ykkur frítt inn og standið nú í þessu stóra rými og horfið í kringum ykkur. Þarna er margt að sjá og andrúmsloftið vekur blendnar tilfinningar; eftirsjá, bræði og vanþóknun.Við erum stödd á opnun Gróðærissafns ríkisins. Þeir standa þarna í röð, útrásarvíkingarnir og stjórnmálamennirnir, og taka brosandi á móti okkur í nýstraujuðum jakkafötum. Auðvitað búnir til úr vaxi en svo raunverulegir að liggur við að hægt sé að telja svitaholurnar á efri vör Björgólfs Thors og einhver hefur fengið útrás fyrir reiði sína og sparkað af alefli í vaxfótlegg Bjarna Ármannssonar, sem hefur nú verið færður til hliðar og er merktur "í viðgerð".Ljóst er að leikmyndahönnuðir ríkisins hafa skilað góðu verki í sinni atvinnubótavinnu. Þarna er öllu stillt upp á sannfærandi hátt; blaðaúrklippur og ljósmyndir þekja veggina ásamt teikningum af framandlegum sumarbústöðum ríka fólksins sem aldrei voru kláraðir. Á risaflatskjá rúllar gamall Innlit/útlit þáttur þar sem Ásgeir Kolbeins sýnir íbúðina sem hann keypti meðan veislan stóð sem hæst og var víst óíbúðarhæf sökum "viðbjóðslega hallærislegra innréttinga".Þetta er nútímalegt safn sem tekur mið af kröfum samtímans um gagnvirkni og upplifun. Það er hægt að prófa að setjast í mjúk leðursæti í gljáfægðri einkaþotu og vopnaðir öryggisverðir leyfa gestum að handfjatla nokkrar milljónir í seðlum og þreifa þannig á ríkidæminu sem við fórum flest á mis við. Þrátt fyrir allt raus um að allir hafi tekið þátt í vitleysunni verður þessi veruleiki álíka framandi fyrir meðaljóninn og baðstofulífið sem við kynnumst á Þjóðminjasafninu.Vitaskuld er svolítið snemmt að opna þetta safn strax. Það liðu til dæmis áratugir frá því að síldarævintýrinu lauk og þar til Síldarminjasafnið á Siglufirði varð að veruleika. Nú höfum við hins vegar áttað okkur á gildi slíkra safna og ættum að kappkosta að koma Gróðærissafninu á fót fyrir sumarið. Líkt og Síldarminjasafnið verður það minnisvarði um ákveðinn tíðaranda sem þó er ekki baðaður dýrðarljóma síldarævintýrisins. Nei, Gróðærissafnið á meira sameiginlegt með Galdrasafninu á Ströndum eða Vesturfarasetrinu á Hofsósi - minnisvarði um tímabil í sögu þjóðarinnar sem við vildum helst gleyma.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun