Heimsmeistarinn Sebastien Loeb vann í dag fjórða sigur sinn í röð á heimsmeistaramótinu í rallakstri þegar hann kom fyrstur í mark í portúgalska rallinu.
Hinn fimmfaldi heimsmeistari kom í mark rúmum 24 sekúndum á undan Finnanum Mikko Hirvonen á Ford, en félagi Loeb hjá Citroen, Dani Sordo, varð þriðji.
Loeb hefur 40 stig í keppni ökuþóra, Mikko Hirvonen hefur 30 stig og Sordo hefur 23 stig. Citroen hefur forystu í keppni bílasmiða með 64 stig, en Ford kemur næst með 40 stig.