Handbolti

Jafnt hjá Akureyri og Fram - Viggó fékk rautt eftir leik

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Rúnar Kárason var besti maður Fram í dag.
Rúnar Kárason var besti maður Fram í dag.

Akureyri náði jafntefli gegn Fram í lokaumferð N-1 deildar karla í dag. Framarar fóru illa að ráði sínu, voru 23-28 yfir þegar skammt var eftir en leikurinn endaði 28-28.

Fram missti þar með af þriðja sæti deildarinnar og mætir Deilarmeisturunum í Haukum í umspilinu.

 Akureyri slapp við umspil eftir æsilegan endasprett.

Viggó Sigurðsson, þjálfari Fram, fékk rautt spjald eftir leikinn fyrir að mótmæla dómi í lokin þegar Fram gat tryggt sér sigur.

Magnús Gunnar Erlendsson varði 22 skot í marki Fram og Rúnar Kárason skoraði 7 mörk.

Hörður Flóki Ólafsson varði 13 skot í marki Akureyrar en Árni Þór Sigtryggsson og Jónatan Magnússon skoruðu báðir sex mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×