Handbolti

Sextán leikmenn valdir í pressuliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Kristjánsson mun stýra pressuliðinu ásamt Kristjáni Halldórssyni.
Aron Kristjánsson mun stýra pressuliðinu ásamt Kristjáni Halldórssyni. Mynd/Anton

Landsliðið í handbolta mun leika æfingaleið við svokallað pressulið á fimmtudaginn. Pressuliðið skipa sextán leikmenn sem eru valdir af íþróttafréttamönnum.

Allir nema einn leika með liðum í N1-deild karla. Sá eini sem leikur í 1. deildinni er Ragnar Þór Jóhannsson, efnileg skytta úr liði Selfoss.

Pressuliðinu verður stýrt af þeim Aroni Kristjánssyni, þjálfara Íslandsmeistara Hauka og Kristjáni Halldórssyni.

Pressuleikurinn fer fram á fimmtudaginn sem fyrr segir og hefst klukkan 19.30. Leikurinn fer fram í Laugaradalshöllinni og er miðaverð kr. 1000. Frítt er fyrir fimmtán ára og yngri.

Landsliðið undirbýr sig nú fyrir Evrópumeistaramótið sem fer fram í Austurríki í janúar næstkomandi.

Pressuliðið:

Markverðir:

Birkir Ívar Guðmundsson, Haukum

Pálmar Pétursson, FH

Aðrir leikmenn:

Arnór Þór Gunnarsson, Val

Björgvin Hólmgeirsson, Haukum

Ernir Hrafn Arnarson, Val

Fannar Friðgeirsson, Val

Freyr Brynjarsson, Haukum

Guðlaugur Arnarsson, Akureyri

Haraldur Þorvarðarson, Fram

Oddur Grétarsson, Akureyri

Orri Freyr Gíslason, Val

Ólafur Gústafsson, FH

Ragnar Hjaltested, HK

Ragnar Þór Jóhannsson, Selfoss

Sigurgeir Árni Ægisson, FH

Valdimar Fannar Þórsson, HK






Fleiri fréttir

Sjá meira


×