Hvetur fólk til að elda 23. janúar 2009 06:00 Haukur Valgeir Magnússon gefur uppskrift að lambahryggvöðva með lauksultu og bernaise-smjöri og hvetur fólk til að elda heima.fréttablaðið/stefán Haukur Valgeir Magnússon, matreiðslumaður á Argentínu steikhúsi, vann hjá Jamie Oliver í London. Hann viðurkennir að vera undir áhrifum frá honum í matargerð og fleiru og vill að fólk eldi meira sjálft heima. „Matreiðsla er engin geimvísindi og í raun mjög einföld ef þú ert með uppskrift,“ segir Haukur Valgeir en hann er nýbyrjaður að elda á Argentínu eftir að hafa unnið hjá Jamie Oliver í London. Haukur lætur vel af vistinni hjá Jamie og segist hafa tekið með sér einhverja takta frá honum hingað heim. „Þessi réttur er eiginlega beint þaðan, mín hugmynd en undir áhrifum frá Jamie. Bretar elda mikið kjöt með beini og eru mikið fyrir sultur og kryddsmjör. Eins langar mig að virkja krakka sem eru kannski milli skóla eða atvinnulausir í að læra að elda eins og Jamie Oliver hefur verið að gera. Ég vil að fólk eldi meira sjálft heima,“ segir hann.Lambahryggvöðvi með lauksultu og bernaise-smjöri. Fyrir fjóra.Lambahryggvöðvi: 800 gr. lamb brúnað á pönnu í 3 mínútur á hvorri hlið. Eldað í ofni við 180° C í 5-6 mínútur. Lauksulta: 1 kg laukur, 4 tegundir ½ l hvítvín 50 gr. sykur 100 ml hunang Salt og pipar Lárviðarlauf og vöndur af blönduðum kryddjurtum. Aðferð: Skerið laukinn í þunnar skífur, svitið hann í potti, bætið svo við hvítvíninu, hunangi, sykri og kryddinu. Látið malla við lágan hita í 3 tíma. Bearnaise-smjör: 500 g smjör 20 ml estragonedik Þurrkað estragon 30 ml hvítvínsedik Salt og pipar Aðferð: Smjör er mýkt, sett í hrærivél ásamt öllu hráefninu og hrært saman. Mótað á silíkonmottu. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp
Haukur Valgeir Magnússon, matreiðslumaður á Argentínu steikhúsi, vann hjá Jamie Oliver í London. Hann viðurkennir að vera undir áhrifum frá honum í matargerð og fleiru og vill að fólk eldi meira sjálft heima. „Matreiðsla er engin geimvísindi og í raun mjög einföld ef þú ert með uppskrift,“ segir Haukur Valgeir en hann er nýbyrjaður að elda á Argentínu eftir að hafa unnið hjá Jamie Oliver í London. Haukur lætur vel af vistinni hjá Jamie og segist hafa tekið með sér einhverja takta frá honum hingað heim. „Þessi réttur er eiginlega beint þaðan, mín hugmynd en undir áhrifum frá Jamie. Bretar elda mikið kjöt með beini og eru mikið fyrir sultur og kryddsmjör. Eins langar mig að virkja krakka sem eru kannski milli skóla eða atvinnulausir í að læra að elda eins og Jamie Oliver hefur verið að gera. Ég vil að fólk eldi meira sjálft heima,“ segir hann.Lambahryggvöðvi með lauksultu og bernaise-smjöri. Fyrir fjóra.Lambahryggvöðvi: 800 gr. lamb brúnað á pönnu í 3 mínútur á hvorri hlið. Eldað í ofni við 180° C í 5-6 mínútur. Lauksulta: 1 kg laukur, 4 tegundir ½ l hvítvín 50 gr. sykur 100 ml hunang Salt og pipar Lárviðarlauf og vöndur af blönduðum kryddjurtum. Aðferð: Skerið laukinn í þunnar skífur, svitið hann í potti, bætið svo við hvítvíninu, hunangi, sykri og kryddinu. Látið malla við lágan hita í 3 tíma. Bearnaise-smjör: 500 g smjör 20 ml estragonedik Þurrkað estragon 30 ml hvítvínsedik Salt og pipar Aðferð: Smjör er mýkt, sett í hrærivél ásamt öllu hráefninu og hrært saman. Mótað á silíkonmottu.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp