Sérfræðingar gáttaðir á álmarkaðinum Gunnar Örn Jónsson skrifar 16. júní 2009 15:00 Sérfræðingar eru gáttaðir á þeirri stöðu sem nú er á álmarkaðinum. Heimsbirgðir aukast stöðugt og eru komnar í sögulegt hámark en verð á áli heldur áfram að hækka. Heimsbirgðir af áli fóru í sögulegt hámark í síðustu viku. Þrátt fyrir það hefur álverð haldið áfram að hækka og hefur það hækkað um 30% síðan í febrúar. „Ástandið er í raun fáránlegt", segir sérfræðingur hjá Royal bank of Scotland í Lundúnum. Sérfræðingum á mörkuðum þykir með ólíkindum að álverð sé enn á uppleið. Verð á tonni af áli undir lok síðustu viku var um 1,700 Bandaríkajdollarar sem er hæsta verð á áli í fimm mánuði. Það er þó töluvert lægra verð en í júlí á síðasta ári þegar álverð náði sögulegu hámarki er verð á tonni fór í 3,380 Bandaríkjadollara. Sérfræðingar telja að birgðir muni nema um 5 milljónum tonna á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Nú eru birgðirnar um 4,3 milljónir tonna en árið 2005 námu álbirgðir í heiminum minna en einni milljón tonna. Ál er gríðarlega mikilvægt fyrir hagkerfi heimsins. Það er mikið notað til framleiðslu í byggingariðnaði og er meðal annars lykilhráefni í framleiðslu flugvéla, bíla og lesta. Þessi framleiðslusvið hafa komið sérstaklega illa út úr alheimskreppunni þar sem eftirspurn eftir vörum á ofangreindum sviðum hefur dregist verulega saman. Telja sérfræðingar mjög ólíklegt að eftirspurn eftir áli aukist það mikið, á næstu mánuðum og árum, að birgðirnar klárist. Styður hættan á minnkandi framleiðslu enn frekar við álverð á mörkuðum. Stærstu álframleiðendur heims hafa dregið verulega úr framleiðslu sinni og telja sérfræðingar að heimsframleiðsla á áli dragist saman um 5% á þessu ári sem er mesta lækkun álframleiðslu í 27 ár eða síðan 1982. Heildarútflutingur áls nam rétt rúmum 761 þúsund tonnum hér á landi og var ál helsta útflutningsvara landsins árið 2008. Hér á landi nam útflutningur alls 466,9 milljörðum króna og nam útflutningur áls rétt rúmum 182 milljörðum eða 39% af heildarútflutningi landsins. Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Sérfræðingar eru gáttaðir á þeirri stöðu sem nú er á álmarkaðinum. Heimsbirgðir aukast stöðugt og eru komnar í sögulegt hámark en verð á áli heldur áfram að hækka. Heimsbirgðir af áli fóru í sögulegt hámark í síðustu viku. Þrátt fyrir það hefur álverð haldið áfram að hækka og hefur það hækkað um 30% síðan í febrúar. „Ástandið er í raun fáránlegt", segir sérfræðingur hjá Royal bank of Scotland í Lundúnum. Sérfræðingum á mörkuðum þykir með ólíkindum að álverð sé enn á uppleið. Verð á tonni af áli undir lok síðustu viku var um 1,700 Bandaríkajdollarar sem er hæsta verð á áli í fimm mánuði. Það er þó töluvert lægra verð en í júlí á síðasta ári þegar álverð náði sögulegu hámarki er verð á tonni fór í 3,380 Bandaríkjadollara. Sérfræðingar telja að birgðir muni nema um 5 milljónum tonna á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Nú eru birgðirnar um 4,3 milljónir tonna en árið 2005 námu álbirgðir í heiminum minna en einni milljón tonna. Ál er gríðarlega mikilvægt fyrir hagkerfi heimsins. Það er mikið notað til framleiðslu í byggingariðnaði og er meðal annars lykilhráefni í framleiðslu flugvéla, bíla og lesta. Þessi framleiðslusvið hafa komið sérstaklega illa út úr alheimskreppunni þar sem eftirspurn eftir vörum á ofangreindum sviðum hefur dregist verulega saman. Telja sérfræðingar mjög ólíklegt að eftirspurn eftir áli aukist það mikið, á næstu mánuðum og árum, að birgðirnar klárist. Styður hættan á minnkandi framleiðslu enn frekar við álverð á mörkuðum. Stærstu álframleiðendur heims hafa dregið verulega úr framleiðslu sinni og telja sérfræðingar að heimsframleiðsla á áli dragist saman um 5% á þessu ári sem er mesta lækkun álframleiðslu í 27 ár eða síðan 1982. Heildarútflutingur áls nam rétt rúmum 761 þúsund tonnum hér á landi og var ál helsta útflutningsvara landsins árið 2008. Hér á landi nam útflutningur alls 466,9 milljörðum króna og nam útflutningur áls rétt rúmum 182 milljörðum eða 39% af heildarútflutningi landsins.
Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira