Sumarið er tíminn... Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 16. júní 2009 00:01 Sumarið er tíminn! segir í einhverjum dægurlagatextanum, til dæmis til að eignast börn. Mörgum finnst fátt sumarlegra en blómleg kona með barnavagn á göngu í sólinni. Það er eitthvað svo rómantískt og tilheyrandi að sjá ungviðið á ferðinni um vor og sumar þegar allt er að vakna til lífsins og gróður í blóma. Fuglasöngurinn ómar í eyrum og það er hreinlega eins og sólin geti bara ekki horfið bak við ský. Nú er ég ein af þessum konum. Ég get þó ekki tekið undir þetta með blómlegheitin þegar ég, ósofin og úrill í æfingabuxum, hendist áfram með barnavagninn í veikri von um að barnið sofni einhverjar mínútur svo ég geti fleygt mér á næsta bekk og dottað. Ég sé í hillingum að sofna smávegis í hlýrri sumarsólinni á grasbala með ljúfan fuglasönginn í eyrunum. En því er ekki að heilsa. Sumarið er nefnilega tíminn sem notaður er til ýmissa annara verka. Hvar sem ég er á ferðinni eru gulvestaðir bæjarstarfsmenn ýmist að skafa upp malbik með tilheyrandi hávaða eða slétta yfir malbik með enn meiri hávaða. Gangstéttir eru sagaðar niður, múr brotinn af veggjum og svifryksmengun fer yfir öll öryggismörk. Við þetta bætist að nágrannarnir standa í stórkostlegum endurbótum á húsinu sínu og organdi steinsögin smýgur gegnum merg og bein. Hvell hamarshöggin klingja á hlustinni, svo því er ekki um að ræða að lúra í garðinum heima. Ég æði því af stað undan hávaðanum, dragandi augnlokin á eftir mér. Einhversstaðar hlýt ég að komast í var. Á horninu hafa unglingar safnast saman við sjoppuna. Bíll stendur með allar dyr opnar og dúndrandi rapptónlistin hefur verið hækkuð í botn. Sumarið er tíminn til að hlusta á tónlist. Ég hristi vagninn vel svo barnið vakni ekki meðan ég er að komast fyrir hópinn. Ég er þó ekki fyrr komin fram hjá unglingunum en þrumandi mótorhjól keyra hjá. Ekki bara eitt, heldur heilt mótorhjólagengi. Sumarið er víst líka tíminn fyrir riddara götunnar. Garðsláttuvélarnar orga í öðrum hverjum garði, krakkar öskra í eltingaleik og sjötíu „syngjandi" leikskólabörn í þramma, merkilega þungstíg, í halarófu á eftir mér. Sumarið er tíminn til svo margra hluta, bara ekki til að sofa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun
Sumarið er tíminn! segir í einhverjum dægurlagatextanum, til dæmis til að eignast börn. Mörgum finnst fátt sumarlegra en blómleg kona með barnavagn á göngu í sólinni. Það er eitthvað svo rómantískt og tilheyrandi að sjá ungviðið á ferðinni um vor og sumar þegar allt er að vakna til lífsins og gróður í blóma. Fuglasöngurinn ómar í eyrum og það er hreinlega eins og sólin geti bara ekki horfið bak við ský. Nú er ég ein af þessum konum. Ég get þó ekki tekið undir þetta með blómlegheitin þegar ég, ósofin og úrill í æfingabuxum, hendist áfram með barnavagninn í veikri von um að barnið sofni einhverjar mínútur svo ég geti fleygt mér á næsta bekk og dottað. Ég sé í hillingum að sofna smávegis í hlýrri sumarsólinni á grasbala með ljúfan fuglasönginn í eyrunum. En því er ekki að heilsa. Sumarið er nefnilega tíminn sem notaður er til ýmissa annara verka. Hvar sem ég er á ferðinni eru gulvestaðir bæjarstarfsmenn ýmist að skafa upp malbik með tilheyrandi hávaða eða slétta yfir malbik með enn meiri hávaða. Gangstéttir eru sagaðar niður, múr brotinn af veggjum og svifryksmengun fer yfir öll öryggismörk. Við þetta bætist að nágrannarnir standa í stórkostlegum endurbótum á húsinu sínu og organdi steinsögin smýgur gegnum merg og bein. Hvell hamarshöggin klingja á hlustinni, svo því er ekki um að ræða að lúra í garðinum heima. Ég æði því af stað undan hávaðanum, dragandi augnlokin á eftir mér. Einhversstaðar hlýt ég að komast í var. Á horninu hafa unglingar safnast saman við sjoppuna. Bíll stendur með allar dyr opnar og dúndrandi rapptónlistin hefur verið hækkuð í botn. Sumarið er tíminn til að hlusta á tónlist. Ég hristi vagninn vel svo barnið vakni ekki meðan ég er að komast fyrir hópinn. Ég er þó ekki fyrr komin fram hjá unglingunum en þrumandi mótorhjól keyra hjá. Ekki bara eitt, heldur heilt mótorhjólagengi. Sumarið er víst líka tíminn fyrir riddara götunnar. Garðsláttuvélarnar orga í öðrum hverjum garði, krakkar öskra í eltingaleik og sjötíu „syngjandi" leikskólabörn í þramma, merkilega þungstíg, í halarófu á eftir mér. Sumarið er tíminn til svo margra hluta, bara ekki til að sofa.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun