Lífið

Sigourney snýr aftur

Fær góða dóma
<B>Sigourney Weaver</B> hefur fengið góða dóma fyrir leik sinn í Avatar og það er mörgum gleðiefni að þetta hörkutól skuli loks fá almennilegt hlutverk eftir að hafa nánast legið í dvala frá því <B>Ellen Ripley</B> var og hét.
Fær góða dóma <B>Sigourney Weaver</B> hefur fengið góða dóma fyrir leik sinn í Avatar og það er mörgum gleðiefni að þetta hörkutól skuli loks fá almennilegt hlutverk eftir að hafa nánast legið í dvala frá því <B>Ellen Ripley</B> var og hét.

James Cameron, leikstjóri Avatar, var sniðugur þegar hann taldi Sigourney Weaver á að leika dr. Grace Augustine í myndinni. Dr. Augustine er sú sem hannar Avatar-líkamana sem gerir mönnunum kleift að rannsaka hina forboðnu plánetu Pandora og komast í kynni Na'vi-þjóðflokkinn.

Í huga aðdáenda svokallaðra sci-fi-mynda er Sigourney Weaver gyðja og Ellen Ripley og barátta hennar við geimverurnar á hinni óþekktu plánetu í Alien-myndaflokknum mun lifa um ókomna tíð. Að minnsta kosti í þessum geira. Í fjölmiðlum þar vestra hafa áhangendur Alien-myndanna fagnað því ákaft að loksins skuli Sigourney fá alvöruhlutverk, miðaldra vísindamenn þurfi nefnilega ekki alltaf að vera karlar.

Endurkomu Sigourney hefur verið fagnað af kvikmyndaaðdáendum um allan heim. Enda hefur þessi magnaða leikkona haft fremur hægt um sig og smám saman verið að hverfa á vit sjónvarpsþátta. Enda eru ekkert mörg kvikmyndahandrit í Hollywood um þessar mundir sem eru klæðskerasniðin fyrir konu sem er nýorðin sextug.

Síðasta „stórmynd" sem Sigourney lék í var einmitt Alien: Resurrection en það er fjórða og síðasta myndin í þessum magnaða bálki. Fram að því hafði Sigourney haft úr flottum verkefnum að velja en því miður er æskudýrkunin allsráðandi í kvikmyndaborginni Hollywood.

Sigourney virðist hafa þá ásýnd og útgeislun að hún leikur yfirleitt konur sem éta karla í morgunmat. Hún var til að mynda tilnefnd fyrir leik sinn í kvikmyndinni Working Girl þar sem hún þrælaði Melanie Griffith út. Sama ár, 1989, var hún tilnefnd fyrir hlutverk sem var svolítið ólíkt hennar helstu persónum, hún lék Dian Fossey í Michael Apted-kvikmyndinni Gorillaz in the Mist en gengið var fram hjá henni í bæði skiptin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.