Lífið

Kappar í Broken Bells

Tilraunakennt
Broken Bells.
Tilraunakennt Broken Bells.

Tónlistarmennirnir Danger Mouse og James Mercer úr indípoppbandinu The Shins leiða saman hesta sína og gera saman plötuna Broken Bells. Platan á að koma út 8. mars næstkomandi en fyrsta lagið sem heyrist verður sett á heima­síðuna Brokenbells.com á mánudaginn, „The High Road“.

Hugmyndin kviknaði fyrir fimm árum þegar kapparnir hittust baksviðs á Hróars­kelduhátíðinni. Félagarnir segja að músíkin sé ólík öllu sem þeir hafi áður gert, þetta sé melódísk tónlist en mjög tilraunakennd. Allt er handspilað á plötunni og allar tölvur og slík tól fjarverandi. Þeir kalla Broken Bells-dæmið tveggja manna hljómsveit og gera allt sjálfir á plötunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.