Lífið

Talar gegn ofbeldi

Talsmaður gegn ofbeldi Halle Berry missti heyrn á öðru eyra eftir barsmíðar fyrrverandi kærasta.
Talsmaður gegn ofbeldi Halle Berry missti heyrn á öðru eyra eftir barsmíðar fyrrverandi kærasta.

Leikkonan Halle Berry hefur unnið sem sjálfboðaliði í kvennaathvarfi í Los Angeles um nokkurt skeið. Hún hefur einnig gerst talsmaður Jenesse-samtakanna sem berjast gegn heimilisofbeldi og styrkir samtökin að auki fjárhagslega.

„Ég varð vitni að því þegar faðir minn beitti móður mína grófu ofbeldi og ég gat ekkert gert til að stöðva það. Faðir minn sló móður mína af engu tilefni. Ég veit hvaða áhrif ofbeldi sem þetta hefur á fjölskyldur, ég hef upplifað það sem þessar konur eru að ganga í gegnum," viðurkenndi Berry sem fyrirgaf föður sínum aldrei harðræðið. Hún segir móður sína enn spyrja sig þeirrar spurningar af hverju hún hafi ekki flúið aðstæðurnar.

Berry er nú í sambandi með kanadísku fyrirsætunni Gabriel Aubry og eiga þau saman tveggja ára gamla dóttur, Nahla. Hún segist vera hamingjusöm en viðurkennir að hafa ekki alltaf valið réttu mennina til að vera með. „Ég valdi ranga menn. Þeir voru ekki alltaf góðir," sagði Berry sem missti heyrn á öðru eyra eftir að fyrrverandi kærasti sló hana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.