Lífið

Dæmd á skólabekk

Hefur sex mánuði Lindsay Lohan verður að vera búin að ljúka sex mánuðum af áfengisfræðslu fyrir 15. júlí á næsta ári.
Hefur sex mánuði Lindsay Lohan verður að vera búin að ljúka sex mánuðum af áfengisfræðslu fyrir 15. júlí á næsta ári.

Lindsay Lohan verður að sækja áfengisfræðslutíma vikulega. Leikkonan, sem er á skilorði vegna ölvunaraksturs, hefur nú verið dæmd til að sækja fræðslu um áhrif áfengis og verða fræðslutímarnir að vera algjört forgangsatriði hjá henni.

Dómurinn var kveðinn upp í dómsalnum í Beverly Hills á þriðjudag og samkvæmt slúðurvefsíðunni TMZ sagði dómarinn Marsha Revel að það væri sama hvað kæmi upp hjá Lohan, hvort sem það tengdist vinnu eða ekki þá yrði hún að mæta í tímana.

Þá hefur leikkonan til 15. júlí á næsta ári til að ljúka sex mánaða fræðslu. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Lindsay er tekin fyrir akstur undir áhrifum. Árið 2007 var hún í tvisvar sinnum handtekin undir áhrifum kókaíns. Þá var hún einnig tekin fyrir að keyra undir áhrifum áfengis í tvígang.

Leikkonan hefur verið í Indlandi upp á síðkastið þar sem hún tekur upp mynd um mansal þar í landi, en er nú komin aftur til Bandaríkjanna þar sem hún ætlar að eyða jólunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.