Lífið

Ungfrú Ísland fílar sig í tætlur - myndir

Ungfrú heimur fer fram í Suður-Afríku í desember.
Ungfrú heimur fer fram í Suður-Afríku í desember.

„Ég er að fíla mig í botn," svarar Guðrún Dögg Rúnarsdóttir ungfrú Ísland, sem er stödd í Abú Dabí ásamt fjölda fegurðardrottninga eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

„Þetta er svo mikil upplifun og allt fólkið sem ég er búin að hitta er svo frábært og yndislegt," segir Guðrún.

Notalegt rúm og fáránlega fallegar fegurðardrottningar. Gerist ekki betra!

Hvað hefur komið þér mest á óvart í ferðinni? „Hvað maturinn hérna er geðveikur."

„Hér eru 10 stjörnu hlaðborð tilbúin fyrir okkur á morgnana, í hádeginu og á kvöldin. Alltaf eftirréttir og gourme. Ég elska það," segir Guðrún.

Á myndunum má sjá hvað Guðrún upplifir á ferðalaginu. Hvort sem um er að ræða hótelherbergin sem hún gistir á eða allar fegurðardrottningarnar sem hún eyðir tímanum með.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.