Körfubolti

Benedikt: Stefnum á þann stóra

Elvar Geir Magnússon skrifar

„Þetta var nokkuð sannfærandi og það er kannski eðlilegt. Það vantaði tvær landsliðsstelpur í Haukaliðið," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennaliðs KR, eftir sigur liðsins í leik um titilinn meistarar meistaranna.

Ragna Margrét Brynjarsdóttir er stödd erlendis og Telma Björk Fjalarsdóttir er meidd og var þeirra saknað hjá Haukaliðinu.

„Fyrirfram átti þetta að vera nokkuð öruggur sigur hjá okkur og sú varð raunin," sagði Benedikt en KR hefur nú tekið tvo titla á skömmum tíma eftir að hafa unnið Powerade-bikarinn á dögunum.

„Það getur brugðið til beggja vona í þessum aukakeppnum en það er alltaf besta liðið sem stendur uppi sem Íslandsmeistari, við stefnum að sjálfsögðu á þann stóra."




Tengdar fréttir

KR vann í kvennaflokki - Með forystu frá upphafi til enda

KR vann sinn annan titil á skömmum tíma í körfubolta kvenna í dag. Liðið varð þá meistari meistaranna með því að leggja Íslandsmeistara Hauka að velli 78-45 á heimavelli sínum. KR hafði forystu í leiknum frá upphafi til enda og vann á endanum með 33 stiga mun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×