Hin sameiginlega von 16. desember 2009 00:01 Þú gengur fram hjá kílómetra langri röð, fólkið er fráleitt þolinmótt enda hefur það staðið tímunum saman en þú ert skráður inn og getur gengið inn í geiminn sem virðist gleypa allt sem inn í hann fer. Beltið af, tölvan úr töskunni og smakka allan vökva áður en inn er farið, sem er þó minna en í Keflavík. Sameinuðu þjóðirnar treysta þér betur við hlið Obama og Schwarzenegger en eftirlitið á Leifsstöð á leið þinni úr landi. Biðröð til að komast í gegnum öryggiseftirlitið, biðröð til að tölvuskrá þig inn í höllina og biðröð til að geyma fötin þín. Biðröð á klósettin, biðröð eftir mat. Skiljanlega, hér eru 15 þúsund manns. Hafirðu ekki skilið að þú ert sonur þessarar jarðar og fólk hennar er ein heild skilst þér það nú. Í einni biðröðinni spjallar þú við konu frá Úsbekistan, næstu við mann frá Japan. Sómalska parið skilur lítið í ensku en ykkur tekst að tjá sameiginlega von ykkar um að ráðstefnan skili nú árangri. Nú verði hreinlega eitthvað að fara að gerast. Þú ert í miðri Kaupmannahöfn en ert í raun í nafla alheimsins. Hattar, vefjarhettir, slæður, jakkaföt, pils, dragtir og alls kyns klæðnaður sem þú kannt engin skil á en veist bara að það er stórkostlegt að vera kominn í námunda við. Og þótt allt angi af danska eldislaxinum sem var í hádegismat er eins og undir sé angan úr öllum heimshornum. Þér finnst þú vera staddur á markaðstorgi heimsins. Gott ef ekki lyktin á klósettinu ber með sér að hér er suðupottur þjóðanna. Ef þjóðir eru þá til. Slík hugmynd virðist hjákátleg þegar þú hlustar á mann segja að ef ríkisstjórnir einstakra landa hætti ekki að hugsa um eigin hag hverfi land hans af heimskortunum. Bókstaflega. Bella Center er þessa dagana vettvangur fulltrúa ríkja heimsins til að véla um loftslagsmál. Í lokuðum herbergjum semja fulltrúar ríkjanna. Nú streyma þjóðarleiðtogar að og reyna að loka málinu. Allt er óvíst með niðurstöðu og heyra má á sumum að þeir eru svartsýnir. Bandaríkin gefa ekki eftir. Kína verður ekki með. Ríku löndin svíkja þau fátæku. en þegar gengið er um ganga ráðstefnuhallarinnar má finna að eitthvað er í loftinu. Sjóuðum blaðamönnum af átakasvæðum finnst þetta ekki merkilegt og rétt umbera bjartsýni hins íslenska nýgræðings, en fáðu þér kaffi með fulltrúum þróunarríkja, þá skynjarðu það sem undir niðri býr í öllum hér, þrátt fyrir kaldhæðnislegt yfirbragð sumra og ofurraunsæi annarra. hér vona nefnilega allir að ríkjum heimsins takist saman að bjarga heimili sínu. Og vonin er falleg kennd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun
Þú gengur fram hjá kílómetra langri röð, fólkið er fráleitt þolinmótt enda hefur það staðið tímunum saman en þú ert skráður inn og getur gengið inn í geiminn sem virðist gleypa allt sem inn í hann fer. Beltið af, tölvan úr töskunni og smakka allan vökva áður en inn er farið, sem er þó minna en í Keflavík. Sameinuðu þjóðirnar treysta þér betur við hlið Obama og Schwarzenegger en eftirlitið á Leifsstöð á leið þinni úr landi. Biðröð til að komast í gegnum öryggiseftirlitið, biðröð til að tölvuskrá þig inn í höllina og biðröð til að geyma fötin þín. Biðröð á klósettin, biðröð eftir mat. Skiljanlega, hér eru 15 þúsund manns. Hafirðu ekki skilið að þú ert sonur þessarar jarðar og fólk hennar er ein heild skilst þér það nú. Í einni biðröðinni spjallar þú við konu frá Úsbekistan, næstu við mann frá Japan. Sómalska parið skilur lítið í ensku en ykkur tekst að tjá sameiginlega von ykkar um að ráðstefnan skili nú árangri. Nú verði hreinlega eitthvað að fara að gerast. Þú ert í miðri Kaupmannahöfn en ert í raun í nafla alheimsins. Hattar, vefjarhettir, slæður, jakkaföt, pils, dragtir og alls kyns klæðnaður sem þú kannt engin skil á en veist bara að það er stórkostlegt að vera kominn í námunda við. Og þótt allt angi af danska eldislaxinum sem var í hádegismat er eins og undir sé angan úr öllum heimshornum. Þér finnst þú vera staddur á markaðstorgi heimsins. Gott ef ekki lyktin á klósettinu ber með sér að hér er suðupottur þjóðanna. Ef þjóðir eru þá til. Slík hugmynd virðist hjákátleg þegar þú hlustar á mann segja að ef ríkisstjórnir einstakra landa hætti ekki að hugsa um eigin hag hverfi land hans af heimskortunum. Bókstaflega. Bella Center er þessa dagana vettvangur fulltrúa ríkja heimsins til að véla um loftslagsmál. Í lokuðum herbergjum semja fulltrúar ríkjanna. Nú streyma þjóðarleiðtogar að og reyna að loka málinu. Allt er óvíst með niðurstöðu og heyra má á sumum að þeir eru svartsýnir. Bandaríkin gefa ekki eftir. Kína verður ekki með. Ríku löndin svíkja þau fátæku. en þegar gengið er um ganga ráðstefnuhallarinnar má finna að eitthvað er í loftinu. Sjóuðum blaðamönnum af átakasvæðum finnst þetta ekki merkilegt og rétt umbera bjartsýni hins íslenska nýgræðings, en fáðu þér kaffi með fulltrúum þróunarríkja, þá skynjarðu það sem undir niðri býr í öllum hér, þrátt fyrir kaldhæðnislegt yfirbragð sumra og ofurraunsæi annarra. hér vona nefnilega allir að ríkjum heimsins takist saman að bjarga heimili sínu. Og vonin er falleg kennd.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun