Lífið

Egilsstaðarokk til LA

Í útrás Bad Carburetor (Vondur blöndungur) frá Egilsstöðum.
Í útrás Bad Carburetor (Vondur blöndungur) frá Egilsstöðum.
Þungarokksveitin Bad Carburetor frá Egilsstöðum á lag á safndisknum Riot on Sunset Vol. 19 sem plötuútgáfan 272 Records í Los Angeles gefur út.

Útgáfan sérhæfir sig í að finna hljómsveitir á netinu og safna saman lögum frá þeim. Áður hafa Atómstöðin og Vax, báðar frá Egilsstöðum, átt lög á diskum í röðinni sem og hljómsveitin Foreign Monkeys frá Vestmannaeyjum. Bad Carburetor skipa þeir Davíð Logi Hlynsson trommari, Hafþór Máni Valsson, söngvari og gítarleikari, og Ari Frank Inguson bassaleikari og þeir ætla sér stóra hluti í framtíðinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.