Lífið

Rændur um miðjan dag

Þjófagengi braust inn á heimili Arnars Gauta Sverrissonar, fyrrum sjónvarpsmanns og framkvæmdastjóra, í Melahvarfi á mánudag og hafði á brott með sér mikil verðmæti.

„Sjónvarpið, tölvurnar, myndavélar, allir skartgripir konunnar og jólagjafir barnanna sem lágu innpakkaðar á hillunni voru teknar. Verst er þó að þeir stálu æsku barnanna minna því þeir tóku flakkarann sem var með öllum myndunum af börnunum," segir Arnar og efast ekki um að innbrotið hafi verið skipulagt í þaula.

Arnar Gauti er ekki tryggður og fær því tjónið ekki bætt að neinu leyti. „Við erum nýflutt og vorum ekki búin að ganga frá tryggingamálunum. Fjárhagslegt tjón er samt minna en það tilfinningalega," segir hann. - ag/ sjá síðu 70






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.