Lífið

Jólalög frá Hollywood

sigga og bjarni Sigga Eyrún og Bjarni Snæbjörnsson halda tónleika í Laugarneskirkju í kvöld.
sigga og bjarni Sigga Eyrún og Bjarni Snæbjörnsson halda tónleika í Laugarneskirkju í kvöld.
Leik- og söngvararnir Sigga Eyrún og Bjarni Snæbjörnsson halda tónleika í Laugarneskirkju í kvöld klukkan 20.30. Þar munu þau flytja sígild jólalög með hjálp Árna Heiðars Karlssonar djasspíanista. „Þetta verða ofsalega ljúf, amerísk Hollywood-lög,“ segir Bjarni. Á tónleikunum ætla þau að feta í fótspor Bing Crosby, Judy Garland, Dean Martin og fleiri Hollywood-stjarna. „Það er til svo ofsalega mikið af fallegum jólalögum. Við ákváðum að fá góðan undirleikara með okkur og stofna til veislu.“ Miðaverð á tónleikana er 1.500 krónur og lofar Bjarni silkimjúkri og fallegri kvöldstund.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.